Húnavaka - 01.05.1980, Side 166
164
HÚNAVAKA
Jóhanna Alvilda Ólafsdóttir, frá Ólafshúsi andaðist 21. júní á Héraðs-
hælinu. Hún var fædd l.ágúst 1904 í Ólafshúsi á Blönduósi. Foreldrar
hennar voru Ólafur Ólafsson, Þórðarsonar frá Ljótshólum í Svínadal
og Ingibjörg Lárusdóttir, en hún var eins og kunnugt er barnabarn
skáldsins frá Bólu, dóttir Sigríðar Hjálmarsdóttur og var því Jóhanna
í fjórða ættlið frá Bólu-Hjálmari.
Foreldrar hennar settust að á Blönduósi 1889. Eignuðust 7 börn, er
upp komust, en misstu eitt í frumbernsku. Var Jóhanna yngst barna
þeirra, og síðust systkinanna kveður hún þennan heim.
Jóhanna var eigi víðförul, frekar en títt var fyrr á árum, á tímum
fátæktar og samgönguleysis. Alla æfi dvaldi hún í Ólafshúsi, þar stóð
vagga hennar, þar lifði hún bernsku- og æskuárin, svo og fullorðins-
árin, og þar var heimili hennar til hinstu stundar.
Engu að síður kynntist Jóhanna mörgum gestum og gangandi, þar
sem heita mátti, að þjóðbraut lægi um hlað í Ólafshúsi. Ólafur faðir
hennar var ágætur verkmaður og duglegur, og föluðu margir hann í
vinnu. Hann var góður vefari. Ingibjörg móðir hennar var stórgreind,
og kunni frá mörgu að segja, átti nokkurn bókakost, var allritfær og
ritaði endurminningar sínar sem hún nefndi „Úr síðustu leit“ eins og
kunnugt er. Hún setti upp verslun og rak hana um skeið. Áttu því
margir erindi í Ólafshús fyrr á tímum.
Árið 1930 lést Ólafur faðir Jóhönnu og eftir það tók heilsu móður
hennar mjög að hnigna. Var hún alllengi rúmliggjandi og blind síð-
ustu árin. Féll það í hlut Jóhönnu og systur hennar, er heima var, að
annast móður þeirra.
I Ólafshúsi var löngum lesið upphátt á vökunni, að gömlum ís-
lenskum sið. Var einkum lesið upp úr þjóðsögum og öðrum þjóðlegum
fróðleik. Einnig var skáldskapur mikið í hávegum hafður, enda syst-
kinin sum hagmælt nokkuð, eins og raunar margir afkomendur
skáldsins frá Bólu.
Ung að árum nam Jóhanna einn vetur við Kvennaskólann á
Blönduósi. Taldi hún sig hafa á stuttum tíma numið margt hagnýtt, er
komið hefði sér að notum síðar á æfinni. Enda var margt ágætra
kvenna þá við kennslu við Kvennaskólann, eins og raunar jafnan
síðar.
Þann 1. ágúst 1925 gekk Jóhanna að eiga Pál Bjarnason, bifreiðar-
stjóra frá Stokkseyri. Hafði hann nokkru áður komið með fyrstu bif-
reiðina í Húnaþing. Varð hann því til þess að ryðja veg bílsins hér um