Húnavaka - 01.05.1980, Side 167
HÚNAVAKA
165
slóðir. Stundaði Páll fyrstur manna leiguakstur hér um sveitir. Var
hann kunnur fyrir hæfni sína á því sviði.
Eignuðust þau hjón tvö börn, en þau eru: Bjarni, starfsmaður á
pósthúsinu á Blönduósi, og Ingibjörg, er starfað hefir m.a. hjá Sölufé-
lagi A.-Húnvetninga.
Þann 27. febrúar 1968 missti Jóhanna mann sinn. Eftir það hélt hún
hús með börnum sínum tveim, meðan kraftar og heilsa entust, en hún
átti við mikið heilsuleysi að stríða síðustu ár æfi sinnar.
Með Jóhönnu Ólafsdóttur er gengin merk kona og góð. Hún var
greind og bókhneigð, eins og verið hafa þau mörg frændsystkin. Hún
var mikill og traustur vinur vina sinna. Minnast því margir vinir og
samferðamenn hennar með þakklæti í huga.
Utför hennar fór fram frá Blönduóskirkju 30 júní.
Sigfús Iiermann Bjarnason frá Akri andaðist 23. júlí á Héraðshælinu.
Hann var fæddur 3. júní 1897 á Svalbarði á Svalbarðsströnd. For-
eldrar hans voru Bjarni Arason bóndi þar og á Grýtubakka og kona
hans Snjólaug Sigfúsdóttir frá Varðgjá. Voru systkini hans 4 og eru 2
þeirra á lífi og búsett á Akureyri.
Árið 1903, er hann var 6 ára að aldri, flutti hann með foreldrum
sínum að Grýtubakka í Höfðahverfi. Bjó hann þar um skeið félagsbúi
með foreldrum sínum og bræðrum. Árið 1916 fór hann í Bændaskól-
ann á Hólum og nam þar einn vetur.
Árið 1931 gekk hann að eiga Jóhönnu Erlendsdóttur frá Hnausum.
Hófu þau búskap á Grýtubakka og bjuggu þar til ársins 1949, er þau
fluttu að Breiðavaði í Langadal.
Eignuðust þau hjón 6 börn en þau eru: Sigurbjörg, gift Finnboga
Jónssyni verkstjóra en þau eru búsett í Reykjavík. Bjarni verktaki,
kvæntur Aðalheiði Haraldsdóttur í Reykjavík. Kristján bóndi á
Húnstöðum, kvæntur Grétu Björnsdóttur. Helga húsfreyja á Akri, gift
Pálma Jónssyni bóndaogalþm. Þorsteinn lögregluvarðstjóri, kvæntur
Huldu Petersen, búsett í Reykjavík. Kolbrún, gift Ríkharð Björnssyni
lögregluvarðstjóra á Seltjarnarnesi.
Auk þess ólu þau hjón upp einn fósturson frá þriggja ára aldri,
Hauk Jóhannsson vélgæslumann í Reykjavík. Hann er kvæntur
Ragnhildi Theódórsdóttur.
Árið 1963 brugðu þau hjón búi og fluttu að Akri til dóttur sinnar og
tengdasonar og dvöldu þar í skjóli þeirra.