Húnavaka - 01.05.1980, Page 169
HÚNAVAKA
167
vörður var settur við Blöndu bauðst honum starfið og var hann þar við
vörslu. Síðar tóku betri ár við og eftir það bjó hann gagnsömu og góðu
búi í Gautsdal allt þar til er þau hjón brugðu búi árið 1964 og fluttu til
Blönduóss, þar sem þau áttu heima til hinstu stundar. Gerðist Har-
aldur starfsmaður Kaupfélags Húnvetninga og síðar Sölufélags
A.-Húnvetninga og vann á þess vegum síðustu ár æfi sinnar.
Eignuðust þau hjón 5 börn og eru 4 þeirra á lífi: Jón Ragnar bóndi
í Gautsdal, kvæntur Elínu Valgerði Jónatansdóttur, Sigurlaug Svava,
gift Einari Karlssyni en þau eru búsett í Káraneskoti í Kjósarsýslu,
Sverrir bóndi á Æsustöðum, kvæntur Jóhönnu Þórarinsdóttur, Lára
Sólveig, gift Stefáni Eiríkssyni bókbindara í Reykjavík. Eina dóttur
misstu þau, Láru Bjarneyju, er lést á barnsaldri.
Konu sína Sigurbjörgu missti Haraldur árið 1970. Síðan dvaldi
hann í skjóli sonardóttur sinnar Kristínar og manns hennar Gísla
Garðarssonar á Blönduósi.
Haraldur í Gautsdal var félagshyggjumaður mikill og hreifst
snemma af hugsjónum samvinnumanna.
Hann sat í hreppsnefnd Bólstaðarhlíðarhrepps um 10 ára skeið svo
og í sóknarnefnd og var meðhjálpari um árabil. Öll störf sín rækti hann
af miklum dugnaði og vakti jafnan nokkra athygli á mannfundum
enda myndarlegur og fríður sýnum.
Hann var mikill dugnaðarmaður og minnisstæður persónuleiki.
Hann var sjálfstæður í skoðunum og kunni vel að koma fyrir sig orði á
mannfundum. Hann var manna fróðastur um forn fræði og enga bók
mat hann meir en Njálssögu. Var hún honum sem lifandi orð á tungu.
Reit hann um sögugildi hennar í blöð svo og nokkuð um þjóðfélags-
mál.
Útför hans fór fram frá Blönduóskirkju 9. ágúst.
Jóhanna Erlendsdóttir frá Akri, andaðist 20. ágúst á Héraðshælinu.
Hún var fædd 16. mars 1905 í Blöndudalshólum. Foreldrar hennar
voru Erlendur Erlendsson, bóndi þar, en hann var ættaður frá
Miklaholti í Biskupstungum og kona hans Sigurbjörg Þorsteinsdóttir
frá Grund í Svínadal. Þau systkinin voru 15 og eru 6 þeirra á lífi.
Vandist hún snemma til verka en dugnaður og iðni átti eftir að
einkenna hana alla æfi.
Arið 1908 fluttist hún með foreldrum sínum að Auðólfsstöðum í
Langadal og þaðan að Hnausum í Þingi árið 1916, en þar bjuggu þau