Húnavaka - 01.05.1980, Page 170
168
HÚNAVAKA
til ársins 1929. Á árunum 1929-1930 stundaði hún nám við Kvenna-
skólann á Blönduósi, en vorið eftir réðist hún í kaupavinnu að Grýtu-
bakka í Höfðahverfi í S.-Þing. þar sem hún kynntist manni sínum
Sigfúsi Bjarnasyni, er þá bjó þar ásamt foreldrum sínum og bræðrum.
Sjá grein um Sigfús Bjarnason.
Með Jóhönnu Erlendsdóttur er gengin mikil húsmóðir og dugn-
aðarkona. Hún bar með sér mikinn persónuleika er eftir situr í minn-
ingunni.
Útför hennar fór fram frá Þingeyrakirkju 25. ágúst.
Jónas Vermundsson, Blönduósi, andaðist 25. ágúst á Héraðshælinu.
Hann var fæddur 18. júní 1905 í Kollugerði á Skagaströnd. Foreldrar
hans voru Vermundur Guðmundsson, bóndi þar og kona hans Arn-
fríður Sigurðardóttir. Hann ólst upp hjá móður sinni er var víða í
vistum í héraðinu. Voru systkini hans mörg og eru tvær hálfsystur
hans á lífi. Faðir hans Vermundur varð úti í mannskaðaveðrinu mikla
í febrúar 1925.
Jónas vandist allri algengri sveitavinnu í æsku, eins og títt var um
fátæka unglinga á þeim árum.
Þann 4. maí 1939 gekk hann að eiga Torfhildi Þorsteinsdóttur frá
Austurhlíð í Blöndudal. Hófu þau búskap að Aralæk í Þingi, en fluttu
árið 1942 til Blönduóss, þar sem heimili hans var til dauðadags. Allt
frá tvítugsaldri vann hann að vegagerð innan héraðs og var veg-
hefilsstjóri um 36 ára skeið, meðan heilsa og kraftar entust. Síðustu ár
æfi sinnar var hann starfsmaður í áhaldahúsi Vegagerðar ríkisins á
Blönduósi.
Þau hjón eignuðust einn son: Sigurgeir Þór, en hann er bifreiðar-
stjóri á Blönduósi, kvæntur Guðrúnu Pálsdóttur frá Hafnarfirði.
Torfhildur var gift áður og reyndist Jónas fjórum sonum hennar mjög
vel.
Jónas tók um árabil mikinn þátt í félagsstörfum verkstjóra. Hann
var um langt skeið í stjórn Verkstjórafélags Skagafjarðar- og Húna-
vatnssýslna, en árið 1966 var hann kjörinn heiðursfélagi félagsins, fyrir
langt og gott starf í þágu þess.
Með Jónasi Vermundssyni er horfinn á braut góður félagi, vinsæll
og glaður á góðri stund.
Útför hans fór fram frá Blönduóskirkju 1. september.