Húnavaka - 01.05.1980, Síða 171
HÚNAVAKA
169
Guðríður Hrefna Hinriksdóttir frá Jörfa, andaðist 30. okt. af afleiðing-
um slyss, á Borgarsjúkrahúsinu í Reykjavík.
Hún var fædd 26. október 1901 að Neðra-Núpi í Miðfirði. Foreldrar
hennar voru Hinrik Jónasson bóndi þar og kona hans Ingibjörg
Ólafsdóttir og voru þau bæði ættuð úr Miðfirði.Hún ólst upp í for-
eldrahúsum ásamt 2 systkinum sínum, sem bæði eru látin. Ung að
árum fór hún að vinna fyrir sér, eins og altítt var um unglinga á þeirri
tíð. Á þeim árum nam hún m.a. fatasaum í Reykjavík. Vann hún
næstu árin að þessari iðn víða um Vestur-Húnavatnssýslu, en var
jafnan á sumrum í kaupavinnu. Var hún mjög hög til handarinnar og
saumaði m.a. íslenska kvenbúninginn, er jafnan hefir þótt erfitt við-
fangsefni.
Árið 1931, gekk hún að eiga Guðmund Jósefsson, en hann var
fæddur í Enniskoti í Víðidal. Hófu þau búskap þá um vorið að
Ytri-Völlum við Hvammstanga og bjuggu þar um tveggja ára skeið.
Vorið 1933 festu þau kaup á Nípukoti í Víðidal og bjuggu þar til
ársins 1963, en þá var maður hennar þrotinn að heilsu og kröftum.
Brugðu þau því búi og fluttu á Ellideild Héraðshælisins á Blönduósi,
þar sem þau gerðust vistfólk. Fyrstu árin vann Hrefna á sjúkradeild
Héraðshælisins. Árið 1966 lést maður hennar, en þá flutti hún að
Jörfa í Víðidal til dóttur sinnar og manns hennar. Átti hún heimili sitt
þar til dauðadags.
Eignuðust þau hjón fjórar dætur en þær eru: Ingibjörg, gift Reyni
Jónssyni bónda á Laugabakka í Miðfirði, Brynhildur húsfreyja í
Köldukinn, gift Kristófer Kristjánssyni bónda, Steinunn, gift Jó-
hannesi Ragnarssyni bónda á Jörfa og Aðalheiður, gift Árna Guð-
bjartssyni sjómanni, en þau eru búsett á Skagaströnd.
Hrefna var kona tryggðar og góðvilja. Þess nutu þeir í ríkum mæli er
eignuðust vináttu hennar. Á einum stað stendur, „að sælla sé að gefa
en þiggja“, að inna þannig af hendi æðstu skyldu, er sjálfur Drottinn
ætlar oss í daglegum gjörðum vorum. Það var henni eðlilegt og sjálf-
sagt.
Útför hennar fór fram frá Blönduóskirkju 10. nóvember.
Sr. Árni Sigurðsson.