Húnavaka - 01.05.1980, Page 172
Fréttir og fróðleikur
VEÐRÁTTAN 1979.
Ariö 1979 verður áreiöanlega
lengi i minnum haft fyrir kulda
og gróðurleysi. Ekki var þó hægt
að telja fyrstu mánuði þess mjög
harða eða illviðrasama. í ársbyrj-
un var mjög snjólétt og hélst svo
mestan hluta vetrarins. Jafnan
var nokkuð frosthart og gekk
gaddur óvenju djúpt í jörð.
Nokkurn snjó setti niður í seinni
hluta janúarmánaðar, en þó ekki
til verulegrar samgönguhindrun-
ar. Sæmileg hrossajörð hélst víð-
ast, og gerði ekki verulega áfreða.
Sauðfé var lítið beitt en betri
hross komust að mestu af án hey-
gjafar. Helsti hlákublotinn kom
upp úr miðjum febrúar og skildi
sæmilega við.
Veðurfar harðnaði heldur þeg-
ar kom fram í mars, þó ekki
kæmu verulegar stórhríðar. Hafís
tók þá mjög að nálgast land.
Varð hann víða landfastur þegar
líða tók á mánuðinn og lá fram á
sumar. Var það einkum norð-
austanlands og út af Vestfjörð-
um, sem ísinn gerði vart við sig,
en mun minna á Húnaflóasvæð-
inu. Ekki sköpuðust teljandi
erfiðleikar í siglingum til hafna
við Húnaflóa, en á norðaustur-
landi lokaði hafísinn höfnum,
eyðilagði net og olli miklum
vandræðum með nauðsynlega
aðdrætti vegna harðindanna. Tíð
var stirð um mánaðamótin
mars-apríl og hélst svo fram eftir
aprílmánuði. Var þá kominn
talsverður snjór á vegi, svo mis-
jafnlega vel gekk að halda þeim
opnum, þó þeir tepptust yfirleitt
ekki til langframa. Um miðjan
apríl hlýnaði í nokkra daga, og
tók snjó að leysa í byggð. Voru
mjög miklir vatnavextir síðasta
vetrardag og fram eftir degi á
sumardaginn fyrsta. Þá tók að
kólna og setti niður mikinn snjó í
logni um kvöldið og nóttina. Var
jafnfallinn snjór í mjóalegg
morguninn eftir.
Vorið, sem nú fór í hönd, var
meðal hinna verstu, sem komið
hafa. Fram um 20. maí snjóaði
meira og minna flesta daga, þó
sjaldan væru aftökur inn til dala.
A annesjum voru oft stórhríðar.