Húnavaka - 01.05.1980, Page 174
172
HÚNAVAKA
ast á túnum fram á þann tíma
sem sláttur hefur venjulega verið
hafinn. Víða bar úthagi ekki
grænan lit fyrr en komið var fram
yfir mitt sumar. Ekki var unnt að
bílflytja fé til heiðar fyrr en seint í
júlí vegna aurbleytu. Var þar
víða illfært með hesta fyrr en
langt var liðið á sumar. Héldust
miklir kuldar allan júlí, oft voru
næturfrost og stundum gránaði í
fjöll.
Grasspretta varð vitaskuld með
eindæmum seint á ferðinni, og
víðast hvar mjög lítil. Þó spruttu
tún nokkuð misvel og var nokkur
munur milli sveita. Sláttur hófst
ekki fyrr en seint í júlí og á mörg-
um bæjum ekki fyrr en í ágúst.
Nokkuð hlýnaði þá í veðri svo
heita mátti skaplegt tíðarfar til
ágústloka. Nokkuð var skúra-
samt, þó hey hrektust ekki veru-
lega. Þennan tíma gekk heyskap-
ur víða allvel, og það svo að
margir höfðu nær lokið hirðingu
heyja í byrjun september.
Ástandið var þó afar breytilegt
milli einstakra bæja og sveitar-
hluta, og á sumum bæjum var
ekki nema mjög lítill hluti heyja
kominn í garð. Hey, sem aflað var
í ágústmánuði, náðist yfirleitt
með góðri verkun. Þó var nokkuð
hitahætt, enda gras slegið í örri
sprettu. Um fyrstu helgi septem-
ber gekk í mikið úrfelli og snjóaði
í fjöll. Var þó veður það mun
vægra í Húnaþingi en á Norð-
austurlandi, þar sem alsnjóa var
um lengri tíma. Veðrátta í
september var með eindæmum
köld og margir dagar því líkastir
að komið væri fram á vetur.
Stöðug hrakviðri voru einkum til
heiða, og þyrptist fénaður að af-
réttargirðingum.
Á laugardaginn í 22. viku
sumars höfðu gangnamenn vest-
an Blöndu lokið göngum sam-
kvæmt áætlun, þó tíðarfar væri
slæmt til leitar í gangnavikunni.
Þann dag var réttað í Auðkúlu-
rétt og Undirfellsrétt. Upp úr
hádegi gekk í versta veður, með
krapahríð i lágsveitum og snjó-
komu til fjalla. Var úrkoma mikil
og veðurhæð. Varð þvi réttar-
störfum ekki lokið fyrr en á
sunnudag. Á Eyvindarstaðaheiði
var göngum seinkað um viku. Því
lögðu undanreiðarmenn af stað
úr byggð þennan laugardag.
Skall á þá stórhríð á leiðinni og
settust þeir að við Galtará um
kvöldið. Gekk veðrið mikið niður
á sunnudagsnóttina. Fénaðar-
fjöldi var mikill við afréttargirð-
ingu og á útheiðinni. Varð því að
ráði að smala svæðið norðan
Galtarár á sunnudaginn og rétta í
Stafnsrétt á mánudag. Á þriðju-
dag héldu svo gangnamenn til
leitar á framhluta Eyvindar-
staðaheiðar. Reyndist minni
snjór á heiðinni en óttast hafði