Húnavaka - 01.05.1980, Page 177
HÚNAVAKA
175
svo að vandalaust var að ljúka
réttarstörfum. Þar var fremur
lygnt og úrkoman bleytusnjór. Þó
var snjórinn svo mikill að flestir
fólksbílar áttu í erfiðleikum með
að athafna sig og fjárbílar þurftu
að vera á keðjum.
I byggð mun hafa snjóað lang
mest í Svínadal. Þar varð snjór-
inn sums staðar svo mikill að
smærri bílar drógu kúlu. Snjó
þennan tók ekki að fullu upp af
túnum fyrr en viku síðar og þótti
ýmsum seint. T.d. sagði Páll í
Sauðanesi er hann fór í seinni
göngur fjórum sólarhringum síð-
ar: „Það er ansi harðneskjulegt að
sjá börnin á Hrafnabjörgum vera
að búa til snjóhús ofan á heyinu.“
Þá lá hey á mörgum bæjum í
Svínadal. Og þótt liðið væri þetta
langt frá snjókomunni sást hvergi
í hey sem lá í görðum á Hrafna-
bjargatúni. Þar var allt hulið
drifhvítri endalausri snjóblæju.
Jóh. Guðm.
HÉRAÐSSKJALASAFN.
Svo sem áður hefur fram komið í
Húnavöku á og rekur Sýslusjóður
A.-Húnavatnssýslu héraðsskjala-
safn. Það var formlega stofnað
síðla árs 1966, en söfnun skjala
hófst löngu nokkuð fyrir þann
tíma, og stendur enn.
I safninu er nú að finna marg-
háttaðar heimildir og gögn varð-
andi félagsstarfsemi í hreppum
sýslunnar, bæði frá fyrri tíma og
síðari, auk nokkurs magns per-
sónulegra skjala.
Einnig hefir nokkuð safnast af
myndum af gömlum Húnvetn-
ingum, en líklegt má telja, að með
hverri genginni kynslóð glatist
vitneskja um myndir, og þær
verði af þeim sökum gildislausar.
Því eru héraðsbúar hvattir til að
fela safninu varðveislu þeirra.
Óski eigendur slíkra mynda að
halda þeim í fórum sínum, er
þeim bent á að skrifa á þær nafn,
aldur og heimili þeirra, sem þær
eru af.
Héraðskjalasafnið er í eigin
húsnæði í Héraðsbókhlöðunni,
sem er eldtraust og ætti það að
vera hvatning Húnvetningum,
að afhenda skjöl sín þangað.
Þórhildur Isberg hefir unnið að
flokkun og uppröðun safnsins, og
er það verk langt komið, en
skráning er að mestu óunnin enn.
Stjórn Héraðsskjalasafnsins
vekur athygli á því, að tilgangur
þess er að vera rannsóknar- og
menningarstofnun, þar sem fólk á
að geta haft aðgang að fjöl-
breyttum fróðleik um sem flesta
þætti mannlífs í sýslunni fyrr og
síðar. Þangað eiga fræðimenn að
geta sótt upplýsingar og fróðleik
um áhugamál sín. Þar á námsfólk
að geta fengið greinargóða vitn-
eskju um héraðssöguleg viðfangs-