Húnavaka - 01.05.1980, Side 178
176
HIINAVAKA
efni og þar á að vera hægt að
ganga að sem flestum máldögum
allra byggðra bóla í Austur-
Húnavatnssýslu.
Nú þegar hefur safnið í sinni
vörslu gildan vísi að því að geta
þjónað þessum tilgangi, en betur
má þó ef duga skal. Fullvíst er að i
eigu héraðsbúa er verulegt magn
margskonar skjala og gagna, sem
eðlilegt væri, og raunar sjálfsagt,
að safnið varðveitti.
Brýnast er þó, að gömlum
gögnum sé komið í vörslu safns-
ins, þar sem glötun þeirra er oft-
ast óbætanleg. Bitur reynsla hefir
sannað, að slæm geymsla, slys og
síðast en ekki síst takmarkaður
skilningur á gildi gamalla skrif-
aðra gagna, hefir valdið, og veld-
ur enn, eyðileggingu þeirra.
Af framangreindum ástæðum
eru það vinsamleg tilmæli
safnstjórnar, að héraðsbúar af-
hendi skjalasafninu þau rituðu
gögn og þær myndir, sem eðlilegt
er að þar séu í varðveislu, og geri
það heldur fyrr en seinna.
Sig. Þ.
stóll safnsins var í árslok 9168
(8240) eintök samkvæmt áfanga-
bók. Auk þessa á safnið töluvert
hrafl af tímaritum, sem enn hefir
ekki unnist tími til að fara í
gegnum.
Ut voru lánuð á árinu 9532
(7222) bindi og viðskiptamenn
voru 148 (150). Á árinu voru
keyptar 401 bók (228), auk þess
sem safninu bárust margar góðar
gjafir. Stærst þeirra og verðmæt-
ust var bókasafn Lárusar Björns-
sonar Akureyri, en hann er bróðir
Magnúsar Björnssonar rithöf-
undar á Syðra-Hóli.
Milligöngu um afhendingu
þessa safns hafði Sveinbjörn
Magnússon, frændi gefanda, en
safn þetta telur 527 bindi valinna
og vel með farinna bóka, auk
nokkurs magns tímarita.
Slíkar gjafir eru Héraðsbóka-
safninu ómetanlegur styrkur og
færir stjórn þess gefendum kærar
þakkir fyrir hönd héraðsbúa.
I svieum tölur ársins 1978.
%. A
HÉRAÐSBÓKASAFNIÐ
BLÖNDUÓSI.
Starfræksla safnsins var með
svipuðu sniði og undanfarin ár.
Safnið var opið átta mánuði
(okt.-maí) og útlánatímar þrisvar
í viku, tvær stundir í senn. Bóka-
AR TRÉSINS 1980.
Á þessu ári eru 50 ár frá stofnun
Skógræktarfélags íslands, er var
stofnað á Þingvöllum Alþingis-
hátiðarárið 1930. Með stofnun
þess var brotið blað í gróðursögu
íslands. Þegar hér var komið
sögu, hafði nær öllum skógarleif-