Húnavaka - 01.05.1980, Blaðsíða 179
HÚNAVAKA
177
um, er enn voru eftir frá land-
námstíð, verið eytt. Var þegar
hafist handa um uppgræðslu
landsins og síðan skógræktarfé-
lögin voru stofnuð hefur skógar-
reitum og skrúðgörðum farið
fjölgandi við hús og híbýli.
Nú á þessu 50 ára afmæli
Skógræktarfélags íslands 1980,
hefir enn verið ákveðið að hefja
átak í, að klæða landið skógi, með
þátttöku almennings í landinu.
Þar sem stefnt er að því:
Að kynna almenningi árang-
urinn af ræktun trjáa, hvort
heldur er til beinna nytja eða
óbeinna, svo sem til fegrunar
umhverfis eða skjóls.
Að leiðbeina um val og plönt-
un á trjágróðri og hirðingu hans
og veita upplýsingar um fyrir-
komulag hans, umhverfis hús og
mannvirki.
Að benda á þýðingu skjólbelta
og leiðbeina um ræktun þeirra.
Síðast en ekki síst, er hvatt til
almennrar þátttöku í skóg-
ræktarstarfinu á þessu ári. Að
einstaklingar taki virkan þátt í
trjárækt og skógrækt, með plönt-
un garð- og skógarplantna, eftir
aðstæðum hvers og eins, um-
hverfis híbýli sín og í skógarreiti
til fegrunar og yndisauka. Félög
verða hvött til að sameina krafta
sína til fegrunar, hvert á sínu fé-
lagssvæði.
Skógræktarfélag Austur-Hún-
Prýóum landíó—plöntum trjám!
vetninga, er stofnað var 14. maí
1944, mun á þessu ári leita sam-
starfs sveitarfélaga og annarra fé-
lagasamtaka, svo og allra áhuga-
manna um almenna þátttöku í
skógræktarstarfinu á þessu af-
mælisári, í samræmi við það, sem
að framan greinir.
Þess vegna væntir félagið þátt-
töku Austur-Húnvetninga í að
gera umtalsvert átak í plöntun og
hirðingu trjágarða og skógarreita
í héraðinu undir kjörorði af-
mælisársins, „Prýðum landið —
plöntum trjám.“
Á. S.
SIGUR 1 SÝSLUKEPPNI.
Tveir íþróttaþjálfarar störfuðu á
vegum USAH og félaga innan
þess á síðasta sumri. Héraðsmót
voru haldin í frjálsum íþróttum,
knattspyrnu og sundi. Unglinga-
mót voru í frjálsum íþróttum og
12