Húnavaka - 01.05.1980, Page 183
HÚNAVAKA
181
var 50 millj. króna, en heildar-
kostnaður rúmlega 120 millj.
Mismuninn lánuðu bílstjórar og
vinnuvélaeigendur, sem við verk-
ið unnu, fram yfir síðustu áramót.
Á Svínvetningabraut var
undirbyggður 1200 metra langur
kafli fyrir sunnan Sauðanes. Eftir
er slitlag og snyrting. í verkið var
eytt 25 millj. króna.
Af smærri framkvæmdum er
þar helst frá að greina að Neðri-
byggðarvegur var hækkur á eins
km kafla sunnan og neðan Ennis.
Vatnsdalsvegur var hækkaður á
kafla norðan við Hvamm og þar
sett tvö ristarhlið. I Svartárdal
var unnið efni í slitlag og því ekið
út.
Seinni umferðin af bundna
slitlaginu var nú lögð á veginn frá
Hjaltabakka að Skinnastöðum.
Lofar sú vegagerð mjög góðu. Þá
var lagt einfalt bundið slitlag frá
nyrðri enda Blöndubrúar að
bæjarmörkum.
Jóh. Guðm.
MANNFJÖLDI1 HÚNAVATNS-
SÝSLU 1. DESEMBER 1979.
Staðarhreppur 136
F.-Torfustaðahreppur 97
Y.-Torfustaðahreppur 260
Hvammstangahreppur 551
Kirkjuhvammshreppur 157
Þverárhreppur 154
Þorkelshólshreppur 203
Áshreppur 145
Sveinsstaðahreppur 122
Torfalækjarhreppur 132
Blönduóshreppur 907
Svínavatnshreppur 154
Bólstaðarhlíðarhreppur 180
Engihlíðarhreppur 114
Vindhælishreppur 69
Höfðahreppur 618
Skagahreppur 93
í Vestur-Húnavatnssýslu voru
alls 1558 íbúar, 816 karlar og 742
konur. I Austur-Húnavatnssýslu
voru alls 2534 íbúar, 1357 karlar
og 1177 konur.
FRÁ starfi kirkjunnar.
Þann 19. apríl, sumardaginn
fyrsta, var haldin fjölmenn
skátamessa i Blönduóskirkju.
Gengu skátar fylktu liði til messu.
Björn Sigurbjörnsson skólastjóri
flutti sumarhugvekju, en sóknar-
prestur þjónaði fyrir altari. I
guðsþjónustunni fór fram vígsla
nýliða, er Ingvi Þór Guðjónsson
skátaforingi stjórnaði og stóðu
skátar heiðursvörð meðan á at-
höfninni stóð.
Við fermingarguðsþjónustu í
Blönduóskirkju, þann 29. apríl,
var nýr hátiðarhökull tekinn í
notkun. Hökullinn, sem er hand-
unninn batik, er úr finnskum hör
og unninn af Sigrúnu Jónsdóttur,
listakonu. Hann er gjöf frá kven-
félaginu Vöku á Blönduósi.