Húnavaka - 01.05.1980, Page 184
182
HÚNAVAKA
Sóknarprestur þakkaði gjöfina
fyrir hönd safnaðarins.
Þann 10. júni var aldarafmælis
Þingeyrakirkju minnst við fjöl-
menna hátíðarguðsþjónustu í
kirkjunni, er hófst með skrúð-
göngu presta og sóknarnefndar til
kirkjunnar. Biskup Islands herra
Sigurbjörn Einarsson predikaði,
en sóknarprestur sr. Arni Sig-
urðsson, sr. Pétur Þ. Ingjaldsson
prófastur Skagaströnd og sr.
Hjálmar Jónsson á Bólstað þjón-
uðu fyrir altari. Kirkjukór Þing-
eyrakirkju söng undir stjórn Sig-
rúnar Grímsdóttur organista.
Einnig fór fram altarisganga.
í lok guðsþjónustunnar flutti
Guðrún Jónsdóttir, arkitekt er-
indi um byggingarsögu kirkjunn-
ar.
Síðar um daginn fór fram há-
tíðarsamkoma í Flóðvangi í boði
sóknarnefndar Þingeyrakirkju, er
bauð öllum kirkjugestum til
kaffisamsætis. Ræður fluttu auk
sóknarprests, sr. Guðmundur
Þorsteinsson, prestur í Árbæjar-
sókn, er rakti sögu Þingeyra, og
Ólafur Magnússon hreppstjóri á
Sveinsstöðum, form. sóknar-
nefndar Þingeyrasóknar, er
þakkaði gjafir sem kirkjunni bár-
ust.
Kveðjur og árnaðaróskir
fluttu: Sr. Pétur Þ. Ingjaldsson,
prófastur, frú Hulda Á. Stefáns-
dóttir og sr. Sigurður Pálsson,
vígslubiskup Skálholtsbiskups-
dæmis, er var viðstaddur há-
tíðarguðsþjónustuna.
Þann 29. júní, heimsóttu or-
lofskonur frá Djúpi, Norður-ísa-
fjarðarsýslu, Þingeyrakirkju, en
þær voru í orlofsferð um Norður-
land. Tók sóknarprestur sr. Árni
Sigurðsson á móti konunum og
flutti erindi um sögu kirkjunnar.
I lok heimsóknarinnar afhentu
þær, orgelsjóði Þingeyrakirkju kr.
40 þús., og teljast þær stofnendur
sjóðsins. Þakkaði sóknarprestur
þessa góðu gjöf.
Við sunnudagaskóla Blöndu-
óskirkju þann 4. nóvember, fór
fram árleg viðurkenning fyrir
góða ástundun. I þetta sinn hlaut
verðlaun, oddfána Æ.S.K., Leif-
ur Bjarnason, Brekkubyggð 24.
A. S.
MINNI LAX.
Samkvæmt upplýsingum veiði-
varðarins í Húnavatnssýslu liggja
nú fyrir endanlegar tölur um
laxveiði í húnvetnskum ám á síð-
asta sumri. Alls veiddust 9002
laxar og er það 1361 laxi minni
veiði en sumarið 1978.
Veiðin var þannig í einstökum
ám:
Laxar
Hrútafjarðará 312
Miðfjarðará 2156
Víðidalsá 1945