Húnavaka - 01.05.1980, Side 189
HÚNAVAKA
187
aður til vöruflutninga milli
Reykjavíkur og Blönduóss, en
hinn verður hafður til mjólkur-
flutninga. Samanlagt kaupverð
bílanna var um 40 millj. kr.
í menningarsjóð var lögð 1
millj. kr.
Vélsmiðjan.
Stækkun á húsnæði Vélsmiðj-
unnar er nú lokið og standa vonir
til að hægt verði að auka rekstur
hennar á komandi tímum.
Heildarumsetning hennar varð
um 230 millj. kr. s.l. ár. Gunnar
Richardsson frá Akranesi hefur
verið ráðinn framkvæmdastjóri
Vélsmiðjunnar.
Arni.
FRÁ TÓNLISTARFÉLAGI
AUSTUR-HÚNAVATNSSÝSLU.
A þessu ári eru liðin 10 ár frá
stofnun Tónlistarfélags Aust-
ur-Húnavatnssýslu. Stofnfundur
var haldinn 8. nóv. 1970, eftir
undirbúningsfund með áhuga-
fólki, sem S.A.H.K. boðaði til.
Þegar á sama vetri var efnt til
nokkurra vikna tónlistarkennslu,
sem Sigríður Schiöth annaðist á
Blönduósi og Skagaströnd.
En markmið Tónlistarfélagsins
er að öðrum þræði rekstur Tón-
listarskólans og hinsvegar tón-
leikahald. Samkvæmt lögum frá
1975 eiga tveir fulltrúar úr stjórn
félagsins sæti í skólanefnd, en
sveitarfélög skipa formann. Ríkið
greiðir helming launakostnaðar
móti sveitarfélögunum, en nem-
endagjöldum skal varið til annars
rekstrarkostnaðar, svo sem akst-
urs.
Frá 1971 hefur Tónlistarskól-
inn starfað á þrem stöðum, sem
kunnugt er, Blönduósi, Skaga-
strönd og Húnavöllum. Mesta
vandamál skólans er sameiginlegt
flestum tónlistarskólum landsins,
kennaraskortur. Örfáir kennarar
útskrifast árlega og fæstir þeirra
stunda kennslu að námi loknu,
síst utan Reykjavíkur og ná-
grennis. Hefur þó jafnan tekist að
leysa vandann, en oft á síðustu
stundu, löngum fyrir óeigingirni
hæfileikafólks heima í héraði, þar
sem atvinnumenn líta örsjaldan
við auglýsingum okkar. Segja má
með sanni að starfskraftar skólans
hafa náð góðum árangri. Núver-
andi skólastjóri er Solveig Bene-
diktsdóttir Sövik. Formaður
skólanefndar er Valgarður Hilm-
arsson en Hjördís Sigurðardóttir
og Jónas Tryggvason eru fulltrú-
ar félagsins.
Félagið hefur átt aðild að
opinberum tónleikum árlega, og
stundum tvisvar á ári, þar sem
félagar fá ókeypis aðgang.
Þann 18. marz sungu tveir
barnakórar í Félagsheimilinu á
Blönduósi, kór Öldutúnsskóla,