Húnavaka - 01.05.1980, Page 190
188
HÚNAVAKA
stjómandi Egill Friðleifsson og
barnakór Akraness undir stjórn
Jóns Karls Einarssonar. Voru
tónleikarnir vel sóttir og hinum
rómuðu, ungu sögvurum vel
fagnað. Jón Karl gerði ekki
endasleppt við bernskustöðvarn-
ar og fór með kór sinn á Héraðs-
hælið og munu sjúklingar og
vistfólk minnast komu hans með
þakklæti.
I september bauð Tónlistarfé-
lagið öllum félögum sínum á
tónleika Sinfóníuhljómsveitar Is-
lands í Félagsheimilinu. Voru
þeir vel sóttir einnig og er nú af sú
tíð að tónlistarmenn sneiði hér
hjá garði, heldur eiga þeir vísan
tryggan og vaxandi hóp, sem
bíður þeirra með eftirvæntingu.
Gjafir bárust á árinu, frá kven-
félaginu Vöku kr. 25.000, og frá
menningarsjóði kaupfélagsins kr.
200.000. Skulu gefendum færðar
þakkir. Gjöfunum var varið til
hljóðfærakaupa.
Aðalfundur var haldinn þann
4. febrúar. Úr stjórn áttu að
ganga Ingibjörg Bergmann og
Jón Tryggvason, en voru bæði
endurkjörin. Nemendur Tónlist-
arskólans léku fyrir fundargesti
að vanda. Félagar voru 157 í árs-
lok.
JT.
TÓNLISTARNÁM.
Tónlistarskólinn tók til starfa í
byrjun október og lauk 12. maí.
Nemendur voru samtals 106.
Kennt var á píanó, orgel, blokk-
flautu, gítar og saxafón. Fastir
kennarar voru Tryggvi Jónsson
og Solveig Benediktsdóttir.
Stundakennarar voru Erla Aðal-
steinsdóttir, Guðmunda Guð-
mundsdóttir, Jóhann Gunnar
Halldórsson og Steinunn Bernd-
sen, en hún var líka nemandi í
skólanum.
Skólinn starfaði á þremur
stöðum eins og undanfarin ár.
Nemendur fengu einkatíma hver
á sitt hljóðfæri. Jafnframt fengu
þeir tilsögn í tónfræði, eftir því
sem tími vannst til og þeir sem
voru eldri en 10 ára gerðu
vinnubækur í tónfræði. Próf var
tekið í tónfræði samhliða prófi í
hljóðfæraleik. Fjórir nemendur
tóku fyrsta stigs próf og stóðust
allir prófið. Þeir voru: Bergþóra
Birgisdóttir Skagaströnd, Birna
Guðmundsdóttir, Margrét
Sveinsdóttir og Nína ísberg allar
á Blönduósi. Prófdómari var
Gestur Guðmundsson.
Jólatónleikar voru haldnir eins
og venja hefur verið og einstakir
nemendur komu fram við ýmis
tækifæri á Skagaströnd,
Blönduósi og Húnavöllum. Vor-
tónleikar fóru fram i Félagsheim-
ilinu á Blönduósi 12. maí að við-