Húnavaka - 01.05.1980, Page 193
HÚNAVAKA
191
5 mögulegum. í unglingaflokki
sigraði Jón Tryggvi Jökulsson,
annar varð Björn Svavarsson og
þriðji Arnar Arnason.
USAH tók þátt í undanrásum í
Skákmóti UMFÍ í Varmahlíð í
lok apríl. Aðeins þrjár sveitir
mættu til leiks, frá USAH,
UMSS og UMSE. Sveit USAH
sigraði með 5'/2 vinning af átta.
Sveitina skipuðu: Jón Torfason,
Jón Hannesson, Páll L. Jónsson
og Jóhann Guðmundsson. Úr-
slitakeppnin féll niður í sumar.
Jón Torfason.
LIONSKLÚBBUR 20 ÁRA.
Lionsklúbbur Blönduóss varð 20
ára sl. ár og var haldið upp á af-
mælið 5. maí. Auk starfandi
Lionsfélaga voru þar mættir
margir eldri klúbbfélagar og
ýmsir aðrir gestir. Mikil og góð
veisla, sem stóð fram á nótt.
Stærsta verkefni klúbbsins var
að safna fé til tækjakaupa í fönd-
urherbergi í dvalarheimili aldr-
aðra á Blönduósi. Ákveðið er að
gefa tvær og hálfa millj. kr. í
þessu skyni. Ýmsar smærri gjafir
voru gefnar.
Helstu fjáröflunarleiðir
klúbbsins voru eins og fyrr
rækjuveiðar og vinnsla, perusala
og blómasala. Klúbbfélagar eru
nú 39.
Farið var með eldri íbúa
Blönduóss í ferð sl. sumar og
einnig fóru klúbbfélagar í heim-
sóknir í elliheimilið. Þá stóð
klúbburinn, ásamt mörgum öðr-
um félögum, fyrir opnu húsi fyrir
aldraða í Félagsheimilinu á
Blönduósi.
M. Ö.
SJÁLFVIRKUR SÍMI 1
ÁS- OG SVEINSSTAÐAHREPPA.
I desember voru allir bæir í
Sveinsstaðahreppi tengdir sjálf-
virka símakerfinu og stuttu eftir
áramót fengu 7 bæir í Áshreppi
sjálfvirkan síma. I sumar er ráð-
gert að stækka sjálfvirku símstöð-
ina á Blönduósi um 100 númer og
þá munu allir bæir í Ashreppi fá
sjálfvirkan síma.
Símar í Sveinsstaðahreppi og
Áshreppi eru tengdir við stöðina
á Blönduósi með notendafjöl-
símakerfi, svokölluðu PCM kerfi.
Þessi tækni hefur ekki verið notuð
hér á landi áður. Með þessu kerfi
er unnt að tengja mun stærra
svæði hverri símstöð en áður hef-
ur þekkst. Að sögn Ársæls
Magnússonar umdæmisstjóra
Pósts og síma hefur þetta tvo
höfuðkosti. Hver símnotandi get-
ur hringt í mun fleiri númer á
sínu svæði, t.d. geta símnotendur
í Ás- og Sveinsstaðahreppum tal-
að til Blönduóss svo lengi, sem
þeir vilja fyrir eitt teljaraskref.