Húnavaka - 01.05.1980, Page 197
HÚNAVAKA
195
nauðsynlegt að treysta sem best
fjárhagsgrundvöll þessara sam-
taka svo þau fái gegnt því faglega
— og stéttarlega hlutverki sem
þeim ber og bændur hafa vissu-
lega þörf fyrir.
Jóhannes Torfason.
TÖLVUSTÝRÐAR
PRJÓNAVÉLAR.
Rekstur fyrirtækisins Pólarprjón
gekk þolanlega á árinu 1979.
Mikil aukning varð í framleiðslu
bæði í magni og verðmæti. Alls
nam salan í prjónavoð og full-
unnum fatnaði um 800 milljón-
um, sem er helmings aukning frá
árinu áður. Reksturinn gekk
nokkuð vel fyrri hluta ársins, en
öllu erfiðar seinni hluta ársins,
vegna stöðugra hækkana hér
innanlands, bæði á efni og
vinnulaunum, svo og öðrum
kostnaðarliðum, en gengissig
náði engan veginn að vega upp á
móti þeim hækkunum. Um verð
á erlendum mörkuðum er samið í
nóvember fyrir næsta ár á eftir,
og var svo komið á síðustu mán-
uðum ársins 1979 að flest öll
fyrirtæki í þessum iðnaði voru
rekin með halla vegna rangrar
gengisskráningar miðað við
innanlandshækkanir.
A saumastofu voru eingöngu
framleiddir fóðraðir ullarjakkar
og voru gerðar um 20 þúsund
flíkur. Á prjónastofu var prjónuð
voð fyrir hinar ýmsu saumastofur
víða um land, alls 140.000 kg.
Mikil endurnýjun var gerð á
vélakosti prjónastofunnar, keypt-
ar voru á árinu 6 nýjar prjóna-
vélar, allar tölvustýrðar. Þessar
nýju vélar kostuðu um 14
milljónir hver. Nokkrar eldri vél-
ar voru seldar úr landi. Nú eru á
prjónastofunni 20 prjónavélar
sem afkasta um 900-1000 kg af
prjónavoð á sólarhring. Einnig
voru endurnýjaðar og bætt við
öðrum vélum. Alls mun fjárfest-
ing í vélum árið 1979 vera um 100
millj. kr.
I nóvember var hafin viðbygg-
ing við hús fyrirtækisins að
Húnabraut 13. Byggt var á bak-
lóð, alls um 200 m2 á einni hæð,
en mikil þrengsli voru orðin í
efnisvinnslunni. Lokið var við
bygginguna um áramótin og hef-
ir þetta stórbætt aðstöðuna og
aukið afköstin mikið.
Á s.l. ári var fyrirtækinu út-
hlutað lóð undir nýbyggingu á
túninu vestan við Blönduskál-
ann, þar sem fyrirhugað er að
reisa framtíðarhúsnæði. Mein-
ingin er að byrja á framkvæmd-
um í vor og byggja a.m.k. hluta af
húsinu upp á þessu ári, til að geta
losað saumastofuna út úr Bók-
hlöðunni, en hún þarf að fá það
húsnæði til eigin nota.
Vel lítur út með sölu á árinu