Húnavaka - 01.05.1980, Page 199
HÚNAVAKA
197
sem Grunnskólinn til bókakaupa,
Sjálfsbjörg vegna sundlaugar-
byggingar, Heimilisiðnaðarsafn,
leikskólinn, Krabbameinsfélagið,
hökull gefinn Blönduóskirkju.
Unnið hefur verið mikið starf í
Fagrahvammi við Blöndu og er
þar farinn að sjást talsverður
árangur.
A. I.
NÝ BJÖRGUNARSTÖÐ.
Á sl. ári barst sveitinni aðeins ein
hjálparbeiðni, ekki var þó um al-
varlegt tilfelli að ræða. Björgun-
arsveitarmenn reyna að hittast
reglulega einu sinni í mánuði yfir
vetrartímann, þá eru mál sveit-
arinnar rædd, tæki sveitarinnar
yfirfarin og prófuð eftir því sem
þurfa þykir. Félagar bj.sv. sóttu
námskeið og æfingar utan sýsl-
unnar eftir því sem færi gafst eða
í fjögur skipti. Viðamest var æf-
ing og námskeið i snjóflóðavörn-
um og leit og björgun úr snjó-
fljóðum. Það var á vegum
S.V.F.l. haldið á Siglufirði í
febrúar.
Meginverkefni sveitarinnar og
það stærsta sem ráðist hefur verið
í er bygging björgunarstöðvar á
Blönduósi. Björgunarstöðin er
400 m2 að flatarmáli reist í félagi
við H.S.S.B.
1 húsinu verður sameiginleg
stjórnstöð en félagsleg aðstaða og
tækjageymslur aðskildar. Hafist
var handa sl. vor og húsið gert
fokhelt og veggir einangraðir í
haust.
Öll vinna við húsið hefur verið
unnin án endurgjalds og skipti þá
ekki máli hvort menn voru félag-
ar í sveitunum eða ekki. Öllum
þeim sem réttu okkur hjálpar-
hönd færi ég hinar bestu þakkir.
Snemma á árinu afhenti S.V.F.f.
björgunarsveitinni nýjan utan-
borðsmótor á gúmmíbátinn og
tvær línubyssur af nýrri gerð. Bíll
sveitarinnar hefur verið í nokk-
urri notkun, aðallega í skóla-
keyrslu í forföllum annarra, hann
hefur reynst með ágætum. Þegar
húsbyggingu lýkur verður senni-
lega næsta verkefni að endurnýja
hann.
Að endingu skulu ítrekaðar
þakkir til allra sem rétt hafa
sveitinni hjálparhönd og styrkt
hana á einn eða annan hátt.
Gunnar Sig.
MIKIÐ STARF.
Á aðalskrá hjálparsveitarinnar
eru nú 48 manns, þar af 13 konur,
en á aukaskrá 20 manns. Flestir
hafa unnið umtalsvert starf á ár-
inu, þó að oft sé það fremur
þröngur hópur, sem vinnur verk-
efnin.
Stærsta verkefni sveitarinnar á
þessu ári, er bygging björgunar-