Húnavaka - 01.05.1980, Page 201
HÚNAVAKA
199
fjórum nefndum á árinu og hafa
þær unnið að og afgreitt eftirfar-
andi mál.
1. Þær hafa stuðlað að fræðslu í
skólum og skólaseljum.
2. Þær hafa veitt umsagnir um
ökuleyfisveitingar að nýju til
þeirra manna sem hafa misst
það ævilangt. Tveim mönn-
um var veitt umsögn.
3. I Engihlíðarhreppi hefur
hreppsnefnd stutt áfengis-
varnarnefndina til kaupa á
templarablaðinu Reginn, sem
gefið er út á Siglufirði.
4. Nefndirnar telja óviðunandi á
barnaári að leyfð sé sala á
efnum til ölgerðar í landinu,
svo að hver geti bruggað sem
vill.
Þetta er það helsta sem nefnd-
irnar hafa gert, en þær eru alveg
ólaunaðar.
Hjá félagi áfengisvarnar-
nefnda var fjórtán unglingum
veitt bókaverðlaun fyrir ritgerða-
samkeppni sem fram fór árið
1977.
Þá fóru í skólana menn frá
Samtökum áhugafólks um
áfengisvandamálið, S.Á.Á., og
spjölluðu við unglingana um
áfengisvandamálið og dreifðu
bæklingnum „Tröllasögur um
drykkjuskap“. Eiga þeir þakkir
skildar fyrir.
Sýslunefnd A.-Hún. veitti fé til
Félags áfengisvarnarnefnda A,-
Hún. að upphæð kr. 50.000.
Einnig veitti Æskulýðsnefnd A.-
Hún. fé að upphæð kr. 30.000.
Allt þetta þakka nefndirnar með
góðum huga.
Áfengisneyslan árið 1978 er
talin vera á landinu öllu 2,96 1 á
mann af 100% áfengi. Það sam-
svarar því að A.-Húnvetningar
hefðu varið í áfengiskaup árið
1979, 250 milljónum króna ef hér
er miðað við landsmeðaltal.
í stjórn Félags áfengisvarnar-
nefnda A.-Hún. sitja Holti Lín-
dal, séra Pétur Þ. Ingjaldsson og
Gísli Grímsson.
Holti.
FRÁ SAMBANDI AUSTUR-
HÚNVETNSKRA KVENNA.
Á 105 ára afmæli Halldóru
Bjarnadóttur, 14. okt. 1978, var
ákveðið að efna til sýningar á ís-
lenskum ullarvörum, sem svo var
haldin 18. mars 1979 í Félags-
heimilinu á Blönduósi. Gestir
settust að búnum kaffiborðum og
höfðu yfirsýn yfir sýningu sem
Gerður Hjörleifsdóttir verslunar-
stjóri Heimilisiðnaðarfélags ís-
lands hafði sett upp á dansgólf-
inu. Gat þar að líta marga fá-
gætlega vel gerða muni — allt
handunnið. Þá gerði Gerður
Hjörleifsdóttir grein fyrir starf-