Húnavaka - 01.05.1980, Page 206
204
HÚNAVAKA
erindi um kvennaskólann. Rakti
hún aðdraganda þess að minnis-
varði var gerður um skólann, er
eftir messu var afhjúpaður á hin-
um gamla skólastað Ytri-Ey.
Kirkjukór Höskuldsstaða-
kirkju söng, organisti var Guð-
mundur Kr. Guðnason.
Margt fólk sótti þessa athöfn.
Kirkjuskóli Hólanesskirkju
starfaði frá byrjun október til
maíloka og var haldinn um aðra
hverja helgi á laugardögum kl. 2
e.h.
Við kennslu störfuðu Dóm-
hildur Jónsdóttir, Sigrún Lárus-
dóttir og sóknarprestur.
Þann 5. maí 1979 fóru börn
kirkjuskólans ásamt kennurum
sínum inn á Blönduós og heim-
sóttu þau Héraðshælið og sungu
fyrir fólkið á Ellideild og sjúkl-
inga. Stjórnaði Dómhildur Jóns-
dóttir söngnum en sr. Pétur Þ.
Ingjaldsson flutti hugleiðingu.
Þótti þetta vel takast og hafði
fólkið ánægju af komu barnanna.
Þann 16. ágúst var öldruðu
fólki í Höfðakaupstað boðið til
skemmtiferðar um Vesturhóp og
kringum Vatnsnes. Veður var hið
besta. Ferðin var á vegum Hóla-
nesskirkju undir stjórn Dómhild-
ar Jónsdóttur, en sr. Pétur Þ.
Ingjaldsson skýrði frá markverð-
ustu stöðum á leiðinni og rifjaði
upp sögu þeirra. Alls voru 18
manns í ferðinni.
Fyrirtæki í bænum sem styrktu
þessa skemmtiferð voru: Rækju-
vinnslan hf., Trésmíðaverkstæði
Guðmundar Lárussonar hf.,
Hólanes hf. og Hólanesskirkja.
Hlutavelta sem er árlega hald-
in í barnaskólanum til ágóða
kirkjuskólanum var haldin í
október, önnuðust börn og kenn-
arar hana. Inn komu kr. 87 þús-
und.
Dagana 15. til 21. nóvember
dvaldi á Skagaströnd frú Ágústa
Ágústsdóttir frá Akranesi.
Hún kom á vegum söngmála-
stjóra, Hauks Guðlaugssonar. Frú
Ágústa kenndi raddþjálfun með-
al kórfélaga. Þótti ágæt koma
hennar, en hér hafa eigi komið
kennarar síðan Kjartan Jóhann-
esson, er kom árlega lengi vel, og
Björg Björnsdóttir frá Lóni.
Þann 11. ágúst var hljóðrituð
messugjörð í Hólanesskirkju kl. 6
e.h. Þá messaði sr. Pétur Þ.
Ingjaldsson og kirkjukór Hóla-
nesskirkju söng, organisti var
Kristján Hjartarson. Messugjörð
þessari var siðan útvarpað frá
ríkisútvarpinu sunnudaginn 16.
september kl. 11.
NÝ KIRKJA Á HÓLANESI.
Þá var á árinu kosin bygginga-
nefnd nýrrar kirkju í Höfða-
kaupstað sem fyrirhugað er að
byggja á Hólanesi. I nefndinni