Húnavaka - 01.05.1980, Page 208
206
HÚNAVAKA
jónsson hélt tölu. Til kristniboðs-
ins voru gefnar við messu 32 þús.
kr.
Þá talaði Benedikt í barna-
skólanum í Höfðakaupstað.
FRÉTTIR FRÁ SKAGASTRÖND.
Hólanes, hraðfrystihús.
Hólanes hf. starfaði allt árið og
barst mikill fiskur á land. Það tók
á móti 4000 tonnum af hráefni að
verðmæti 682 millj. króna.
Framleiddi verðmæti fyrir 1.211
millj. kr. og greiddi vinnulaun
258 millj. kr.
Helsta fjárfesting: Keypt var
frystipressa og frystitæki, karfa-
flökunarvél og kolaflökunarvél.
Undirbúningur var hafinn að
byggingu nýs frystiklefa eða
geymslu en í framtíðinni er gert
ráð fyrir að reist verði nýtt frysti-
hús framundan Lækjarbakka og
hefur verið gerð uppfylling aust-
an við skúffugarðinn er hið verð-
andi hús skal rísa á.
Hrognkelsaveiði.
Hrognkelsaveiði var sæmileg, en
gæftir voru stirðar. Stunduðu
hana 4 trillubátar og einn dekk-
bátur frá Skagaströnd. Tveir
trillubátar í Skagahreppi, einn
trillubátur úr Kálfshamarsnesi og
einn frá Hróarsstöðum.
Hafnarmál.
Þá hefur verið steyptur bólverks-
kantur 110 m á lengd. Steyptur
var hann ofan á járnskúffuþil, er
myndar nýjan viðlegukant í
höfninni.
Er þá eftir að steypa þekjuna á
planið innan við fyrrnefnt
skúffuþil, en það er fyrirhugað að
gera á komandi sumri.
Skipafloti.
Einn nýr bátur hefur bæst við
fiskiskipaflota Skagstrendinga,
Hafrún, 51 tonns stálbátur.
Kaupendur Sigurjón Guðbjarts-
son og Arni Guðbjartsson frá Vík.
Rœkju- og skelfiskveiði.
Á árinu stunduðu rækjuveiðar og
lögðu upp hjá Rækjuvinnslunni
hf. bátarnir: Auðbjörg, Helga
Björg, Húni, Guðjón Árnason,
Ólafur Magnússon og Hjörtur í
Vík fyrri hluta ársins, síðan Haf-
rún seinni hluta ársins og frá
Djúpuvík, Dagrún.
Hörpudiskveiðar stunduðu:
Auðbjörg, Húni, Guðjón Árna-
son og Hjörtur í Vík, eftir að
rækjuveiðum lauk fyrri hluta
sumars og síðan frá 1. ágúst til 1.
október. Aflaföng þessara báta
voru góð.
Má segja að skelfiskvinnsla sé
nýr atvinnuvegur er gefið hefur
góða raun og skapað góða at-