Húnavaka - 01.05.1980, Page 209
HÚNAVAKA
207
vinnu í landi voru, einkum fyrir
unglinga.
Soðið var niður nokkuð af
rækju og flutt út til reynslu, og
fékk varan góða dóma.
1 sumar stunduðu netaveiðar
og handfæraveiðar hérna í flóan-
um, Húni, Helga Björg og Ólafur
Magnússon er líka var við þessar
veiðar á haustvertíð.
Skipasmíðar.
Hjá Trésmiðju og Skipasmíða-
stöð Guðmundar Lárussonar hf.
starfa að jafnaði 18 til 20 menn
við ýmsa byggingavinnu og
skipasmíðar.
Stöðin byggði tvo fiskibáta úr
plasti, sá fyrri er 9 tonn afhentur
20. júlí. Hann hlaut nafnið Viggó
og gaf honum nafn Valdimar
Valdimarsson. Hlaut skipið ein-
kennisstafina SI-32, en heima-
höfn hans er Siglufjörður, eigandi
og skipstjóri Sverrir Bjarnason.
Seinni báturinn sem hlaut
nafnið Einar Hólm og einkennis-
stafina SU-50, heimahöfn Eski-
fjörður. Var hann skírður í sept-
ember, eigandi og skipstjóri
Reynir Hólm, Eskifirði.
Um leið og þessir bátar voru
skírðir fór fram þessi hefðbundna
athöfn að prestur las ritningarorð
og hafði hugvekju og Guðmund-
ur Lárusson blessaði skipin og
bað þeim góðs farnaðar.
Þá voru byggðar og seldar
nokkrar tveggja tonna triliur.
Einnig var unnið við húsbygg-
ingar o.fl.
Trésmíðaverkstæðið var flutt
úr Höfða niður í Skipasmíðastöð
og fékk þar gott húsrúmi.
Sjómannadagurinn.
Sjómannadagurinn var haldinn
hátíðlegur að vanda. Hófst hann
með messugjörð í Hólanesskirkju
kl. 10.30 en sjómenn gengu frá
hafnarbryggjunni í skrúðgöngu
til guðshúss. Sr. Gunnar Gíslason
prófastur predikaði og þjónaði
fyrir altari ásamt sóknarpresti.
Eftir messu staðnæmdust menn
fyrir utan kirkjuna við minnis-
merki drukknaðra sjómanna.
Flutti sóknarprestur þar tölu og
bæn og Guðbjartur Sævarsson
lagði blómsveig við minnisvarð-
ann.
Kl. 2 e.h. hófst útisamkoma hjá
Hafnarhúsinu, þar flutti ræðu
Pálmi Jónsson alþm. Akri. Tveir
aldraðir sjómenn voru heiðraðir
með heiðursmerki sjómanna-
dagsins, þeir Ólafur Guðlaugsson
Sævarlandi og Jóhann Jakobsson
Blálandi.
Þá fór fram kappróður í höfn-
inni milli skipshafna. Fjórar
sveitir sjómanna reru, var hlut-
skörpust róðrarsveitin af Hirti í
Vík, formaður Sigurjón Guð-
bjartsson. Auk þess reru tvær
sveitir stúlkna og tvær sveitir