Húnavaka - 01.05.1980, Side 212
210
HÚNAVAKA
Lárussonar. En það er nú flutt í
Skipasmíðastöð Guðmundar
Lárussonar. Hefur húsið Höfði
nú verið klætt utan með álklæðn-
ingu. Settir stærri kvistir á risið
en áður var og hafin innrétting á
neðstu hæð, en þar verður Spari-
sjóðurinn til húsa er stundir líða
fram og fæst þar mikið og gott
húsrými.
Byggmgar
Lokið er við allmargar íbúðar-
húsabyggingar og hafin hefur
verið smíði nokkurra húsa.
Tannlœknir.
Á árinu voru keypt ný tannlækn-
ingatæki fyrir tannlæknastofuna
á Skagaströnd, er hún nú eins
fullkomin og verða má á vorum
tímum.
Tannlæknir frá Blönduósi
kemur einu sinni í viku.
Leikstarfsemi.
Það má segja að Leikklúbbur
Skagastrandar hafi starfað með
miklum ágætum sl. fimm ár.
Hann var stofnaður 22. nóv-
ember 1975, stofnendur voru 13,
en nú eru í klúbbnum 32 félagar.
Margt ágætra leikrita hefur
verið tekið til meðferðar á þessu
tímabili, svo sem Hart í bak eftir
Jökul Jakobsson 1978, sem er gott
verk og hefur alls staðar hlotið
mikla aðsókn, segir þar frá ísl-
ensku þjóðlífi á þessari öld. Þetta
leikrit sýndi klúbburinn á Skaga-
strönd og Siglufirði, Blönduósi og
Hvammstanga. Þá sýndi klúbb-
urinn 1979, Gísl, eftir Brendan
Behan, írskan höfund. Leikritið
gerist á írlandi. Leikritið var sýnt
á Skagaströnd, Hvammstanga,
\7armahlíð, Blönduósi og á
Seltjarnarnesi. Alls staðar hlaut
leikrit þetta góða aðsókn, ekki síst
á Seltjarnarnesi en gamlir Skag-
strendingar sem búsettir eru
syðra fjölmenntu þar. Meðferð
leikenda á þessu verki hlaut góða
dóma þ.á.m. í blöðum í Reykja-
vík. Frú Ragnhildur Steingríms-
dóttir leikstjóri æfði leikendur og
tókst það vel. Æfingar fóru fram í
Félagsheimilinu Fellsborg á
Skagaströnd. Þess má geta að fólk
utan klúbbsins hefur leikið með
félögum hans í leikritum.
Stjórn klúbbsins skipa nú:
Ólafur Bernódusson formaður,
Bjarney Valdimarsdóttir gjald-
keri og Guðný Sigurðardóttir rit-
ari.
Bókasafn Höfðahrepps.
Bókasafnið starfaði eins og áður.
Aðsókn eykst jafnt og þétt og
bókakostur fer vaxandi, er vel
búið að bókunum því þær eru
allar settar í plast áður en þær eru
látnar til útlána. Lánaðar voru út
alls 3672 bækur, þar af 2117
barnabækur.