Húnavaka - 01.05.1984, Page 11
Avarp
Nú þegar 24. árgangur Húnavöku kemur út er kominn vorbjartur dagur. A llt
frá því í dimmu skammdegi, fyrir áramót, hefur nokkuð stöðugt verið unnið að
efnisöflun fyrir ritið og að öðrum undirbúningi á útkomu þess. Leggja þar allir
ritnefndarmenn, og raunar fleiri, fram mikið starf sem unnið er í tómstundum.
Með þessu ötula starfi hefur tekist að koma Húnavöku út á svipuðum tíma á ári
hverju.
Stundum hefur að vísu átt að koma efni í ritinu, sem ekkigafst tími til að ganga
frá og viðtöl urðu óskrifuð vegna þess að tómstundirnar reyndust ekki nógu margar.
Það vill oft verða svo að verkefnin verðafleiri og drýgri en œtlað var, sum bíða betri
tíma, önnur verða ef til vill aldrei unnin.
Margir hafa sýnt Húnavöku velvild á liðnum árum, lagt henni til efni eða stutt
hana á einn eða annan hátt, við fœrum þeim öllum bestu þakkir. Og enn sem fyrr
hvetjum við Húnvetninga til að fœra í letur fornan fróðleik eða nýjan og annað sem
betur er geymt en gleymt og senda ritinu.
/ þessu sambandi finnst mér ekki úr vegi að birta eftirfarandi kafla úr bréfifrá
dr. Hermanni Pálssyni frá Sauðanesi, sem lengi hefur starfað erlendis og er nú
prófessor við háskólann í Edinborg í Skotlandi. Hann hefur fengið Húnavöku
reglulega frá upphafi. Hann segir svo í bréfinu: „ Önnur ástœðan fyrir því að ég er
mikill aðdáandi Húnavöku er einfaldlega sú hve skynsamlega er fylgst með því
sem gerist í sýslunni. Fólk sem nennir ekki að athuga hvað um er að vera í knngum
það sjálft getur aldrei áttað sig á fortíðinni. “
Églítá þessi ummæli sem hvatningu tilþess að tengja saman í ritinu þjóðlegan
fróðleik frá fyrri tímum og fréttir og frásagnir af líðandi stund. Ekki er ástœða til
að orðlengja frekar um ritið sjálft að þessu sinni, efnisval þess er svipað og
undanfarin ár.
Liðið sumar var erfitt heyskaparsumar. Mikil votviðri og óþurrkar, túnin víða
svo blaut og erfið yfirferðar að eldri menn mundu ekki hliðstæðu. Seint líður
sólarlaus dagur, segir máltækið og það mátti með sanni segja um liðið sumar. Það
var ekkifyrr en á höfuðdaginn, sem sólfar og þurrkur vermdi jörð.