Húnavaka - 01.05.1984, Page 14
12
HÚNAVAKA
einstaklinga, atburði og þjóðhætti frá upphafi landsbyggðar og fram á
elleftu öld. 1 öðru lagi hefur Grettla listrœnt gildi, sem ráðið verður af
gerð hennar, persónulýsingum, kímni, samtölum, orðsnilld og öðrum
atriðum, sem heyra skáldverkum til. Og i þriðja lagi, eins og þegar
hefur verið gefið í skyn, þá eru fólgnir í henni siðrœnir þættir, sem glæða
skilning okkar á mannlegum verðmætum og vandamálum. Grettla
fræðir okkur ekki einungis um hvað menn ^cra, heldur einnig hvað þeir
þola og hugsa og hvernig þeir tala. Þótt afrek Grettis séu minnisstæð (svo
sem viðureign við berserki í Noregi og Glám í Forsæludal) og þján-
HERMANN PÁLSSON er fæddur og
uppalinn í Sauðanesi á Ásum 26. maí
1921, sonur hjónanna Páls Jónssonar
bónda þar og Sesselju Þórðardóttur frá
Steindyrum í Svarfaðardal. Þrír bræður
Hermanns eru enn búsettir hér í sýslu:
Þórður kennari á Blönduósi, Gísli bóndi
á Hofi í Vatnsdal og Haukur bóndi á
Röðli á Ásum. Hermann stundaði nám i
Menntaskólanum á Akureyri og lauk
siðar prófum í islenzkum fræðum frá
Háskóla fslands og keltneskum fræðum
(með fornírsku sem aðalfag) frá Háskóla
Irlands (Ollsgoil na h’Eireann) í Dyfl-
inni.Auk þess hefur hann doktorsgráðu í
bókmenntum (D. Litt.) frá háskólanum í
Edinborg. Hann er nú prófessor í ís-
lenzku við háskólann i Edinborg, en þar
hefur hann kennt samfleytt siðan árið 1950, að undanskildum vetrinum
1967-8, þegar hann var gistiprófessor i íslenzku og forngrisku við háskólann í
Torontó, og vormánuðina 1977, þegar hann kenndi íslenzkar fornbókmenntir
við háskólann i Berkeley í Kaliforniu. Hermann hefur ritað allmargar bækur,
einkum um íslenzkar fornsögur, og eru tvær hinar nýjustu Sagnagerð (1982) og
Úr hugmyndaheimi Hrafnkels sögu og Grettlu (1981), en i hinni síðarnefndu er fjallað
ítarlega um ýmis spakmæli Grettlu. Auk þess hefur hann þýtt á ensku 14 bindi
af islenzkum fornsögum, tólf af þeim i samvinnu með öðrum.
Hermann er kvæntur Guðrúnu Þorvarðardóttur frá Reykjavík, og eiga þau
eina dóttur barna, Steinvöru, sem er ballett-dansari i Englandi.
Nánari vitneskju um ævi Hermanns og ritstörf er að finna i eftirtöldum
ritum: Jón Guðnason & Pétur Haraldsson, íslenzkir samtíðarmenn (1965); The
Author’s and Writer’s Who’s Who (1971); The Interational Authors and Writers Who’s
Who 1976.