Húnavaka - 01.05.1984, Side 15
HUNAVAKA
13
ingar furðu miklar (einvera með myrkfælni; helsótt úti í Drangey), þá
eru það hnyttileg orðtök hans og hugspeki sem hverfa okkur einna sízt
úr minni.
Með orðinu sþakmœli er átt ekki einungis við málshœtti, fornyrði og
orðskviði, heldur einnig ópersónulegar setningar sem lúta að almennum
sannindum, þótt þær skorti hnitmiðað orðalag málshátta. Náskyld
spakmælum eru þau heilræði, hvatningarorð og varnaðarorð, sem eru
ekki einskorðuð við sérstaka atburði í sögunni sjálfri og hafa því
almennt gildi. Gerendur í spakmælum eru yfirleitt óákveðin orð, svo
sem allir, sumir, enginn, hver, fár, margur, ýmsir, ef þau eru þá ekki frum-
lagslaus með öllu. Atviksorð, svo sem jafnan, ávallt, aldrei, sjaldan og
ýmis önnur, bera glöggt með sér að vizka í spakmæli er ekki bundin við
einstakan atburð. Hins vegar gegnir öðru máli, þegar orðið nú er
notað; með því er verið að þrengja hlutverk spakmælisins. Þegar litið
er á orðtakið nr. 86 hér á eftir, má glöggt sjá, að því er beitt í sérstöku
skyni, en ef atviksorðið nú er numið burtu, öðlast það sérkenni spak-
mælis.
Með spakmælum tíðkast að hafa inngangsorð, sem taka af öll tví-
mæli um hlutverk þeirra, svo sem setningarnar „Satt er það, sem mælt
er“, „Satt er hið fornkveðna“, „Það er fornt mál“. Hér á eftir verður þó
slíkum setningum sleppt. Ég hef einnig sleppt nokkrum spekiorðum.
Menn gætu til að mynda látið sér til hugar koma, að hvatningarorðin
*Heima skal bíða og taka við hverju sem að höndum kemur kunni að liggja bak
við persónuleg viðbrögð Atla (bls. 144): „Heima mun ég bíða og taka
við því sem að höndum kemur“. Hér má þó minna á Ásmundar sögu
írska (21-2): „Taka verður því, er að höndum kemur“.
Yrnsar eftirminnilegar setningar í Grettlu, svo sem „Þau tíðkast nú
hin breiðu spjótin“, „Þá er auðkenndara, ef að verður spurt“, „Svipul
verður mér sonaeignin“ og raunar ýmsar aðrar eru sígildar og kynngi
magnaðar, þótt vitaskuld teljist þær ekki til spakmæla. Þegar Grettir
beitir orðtakinu „Eigi geri ég mér alla jafna“, þá notar hann orðtak,
sem þekkist af Fljótsdælu („Mun ég gera alla jafna um þetta mál“) og
Clári sögu („Kann vera, að hann geri sér ekki alla menn jafna“.).
Meginþorri spakmælanna mun vera norrænn að uppruna og eldri
en fslands byggð, en þó eru hér nokkur sem hafa borizt hingað með
latneskum ritum, og hefur þeim verið snarað á móðurmálið eftir að
Húnvetningar lærðu að draga til stafs. En hver sem uppruni þeirra
var, þá eru spakmælin merkilegur arfur frá horfnum öldum. Hér á