Húnavaka - 01.05.1984, Síða 17
HUNAVAKA
15
Sbr. einnig orð Grettis: „Hvað má vita, hversu verður um það er
lýkur?“ (138) og Mágus sögu (1949: 239): „Eigi má vita, hvað til gagns
má koma“.
10. Eigi mun síðar vœnna. (67).
11. Eigi skal skulurinn eftir liggja, ef allvel er róið ífyrirrúminu. (160). Þótt
þessi orð séu notuð í bókstaflegri merkingu í Grettlu, þá má vel hugsa
sér að þeim hafi einnig verið beitt á táknrænan hátt.
12. Eindœmin eru verst. (46). Samhljóða þessu er orðskviður í máls-
háttasafni frá 16. öld (Mh), sem K. Kaalund gaf út í Smaastykker. . .
(1884-91), nema fyrsta orðið þar er Einsdœmin. . . Orðskviður Grettlu
minnir á Sólarljóð (14. v.): „Fádæmi verða / í flestum stöðum / goldin
grimmlega“. Hér þykir rétt að minna á, að orðið eindœmi varð endemi í
orðtakinu „Heyr á endemi!“ sem sýnir að eindæmi (eins og raunar
fádæmi) hafa aldrei þótt góð, en þó þóttu ódœmi verst.
13. *Ekki er því einu við að hlíta sem bezt þykir. Grettla felur þessa vizku
í óbeinni ræðu: „Skapti kvað hann ekki því einu mundu við hlíta, er
honum þætti bezt“. (178). Skylt þessu er setning í Málsháttakvæði
(23. v.): „Fleira þykir gott en sé“.
14. Ekki má fyrir öllu sjá. (257). Sbr. nr. 54.
15. Enginn er alheimskur, efþegjamá. (278).
16. *Enginn má bjóða betur en hann hefir til. Þorsteinn drómundur segir:
„Má ég eigi bjóða þér betur en ég hefi til“. (282).
17. Enginn maður skaþar sig sjálfur. (137). Sbr. Mágus sögu (1944: 327.
— 1916: 176): „Enginn skapar sig sjálfur“. En þessi speki er komin úr
103. Davíðssálmi, sem forðum var snarað á þessa lund: „Vita skuluð
þér það, að Drottinn sjálfur er Guð; hann skapaði mig, en ég ekki
sjálfur“. Islendzk æventýri, útg. Gerings (1882), I 23.
18. *Engum er að borgnara, hvað er verið hefur, ef til einskis er að taka. Hér
er um alkunn sannindi að ræða: það hjálpar engum sem eitt sinn var,
ef það er ekki lengur fyrir hendi. „ . . . að sér væri eigi að borgnara,
hvað er verið hafði, ef þá væri til einskis að taka“. (Grettla: 129).
19. Er eigi það að launa, sem eigi er gert. (49). „Ef þér verður að engri
liðveizlu, þá er engra launa fyrir vert“. Knýtlinga s. (41).
20. Er illt að fást við heljarmanninn. (192). Sbr. „Vita þóttist ég, við
hverja heljarmenn að hér er um að eiga“. (247). Vatnsdæla (1939: 73)
orðar spakmælið á þessa lund: „Eigi er allhægt við heljarmanninn að
eiga“. Og í Alexanders sögu er svo kveðið að orði: „Heljarmaðurinn er
harður við að eiga“. (1925: 105).