Húnavaka - 01.05.1984, Qupperneq 18
16
HUNAVAKA
21. Er því illt illum að vera, að margur ætlar þar annan eftir vera. (181).
„Svo gerir oft vondur maður, að hann bregður því öðrum, er hann veit
á sjálfan sig“. Alexanders s. (26). Þessu til samanburðar má minna á:
„Margur heldur mig sig“.
22. Fátt er rammara en fomeskjan. (224). Þetta er eitt af fáum spak-
mælum Grettlu, sem minna á fyrra hluta elleftu aldar, meðan fólk
þurfti að gæta sín fyrir fornum venjum. Sbr. einnig „Það fé er illa
komið, er fólgið er í jörðu eða í hauga borið“. (60).
Sbr. nr. 33.
23. Fátt er vísara til ills en kunna eigi gott að þiggja. (247). Svipaðri
hugmynd bregður fyrir annars staðar: „Heimskir menn neita sæmi-
legum boðum“. Isl. æventýri (110). „Vant er að vita, hvað við tekur, ef
góðu neitar“. Jarlm. s. Herm. (183). „Og sjálfum þér stríðir þú í þessu,
þótt þú neitir góðum boðum“. Vilhjálms s. sjóðs (1964: 92). „Sýnist
mér þú vitlítill við hafa orðið, er þú hefir svo góðum kostum neitað“.
Hrafnkels saga. „Þykir . . . mjög óvíslegt að neita gæfunni, þá er hún
býðst, en vita ei hvað við tekur“. Jarlm. s. Herm. (14).
24. Fleira er mönnum til huggunar en fébœtur einar. (153). Sbr. „Fleiraerí
arf að taka en auðævi ein“. (Mh).
25. Fleira veit sá, er fleira reynir. (38).
26. Flein eru þess fúsari að fœra þangað sem eigi ber betur, ef tvennt er til.
(146). Hér er um alkunna speki að ræða. Njála (139. kap.) orðar þetta
svo: „Fár bregður hinu betra, ef hann veit hið verra“. Hirðskrá
Magnúsar lagabætis segir á einum stað: „Mestur þorri manna er sá,
sem er fúsari að flytja þá hluti, sem manni eru heldur til hróps en lofs“
og á öðrum: „Flestir vita, að menn eru þess fúsari að hrópa en lofa“.
Höfundur Bandamanna sögu kannaðist vel við hugmyndina: „Fátt er
betur látið en efni eru til“. (1936: 300).
27. Frá þeim er jafnan flest sagt, er sagan er helzt frá ger. (5).
28. Fœst veganda vopn, ef hugur bilar eigi. Karlamagn. s. (406). „Þrýt-
ur-at (:eigi) veganda vopn, nema hugur bili“. Karlamagn. saga (631).
„Munu eigi bila vopnin, ef þér dugir hugurinn“. Grettla (67). „Eru
vopnin, en eigi veit ég, til hvers þér koma“ (sama stað). „Eg hefi nóg
vopn, þau er þá munu bíta, ef hugur og hreysti dugir“. Hauks þáttur
hábrókar. (1945: 65).
29. Gefst illa ójafnaður. (205). Sömu speki er að finna í vísu eftir
Sturlu Bárðarson, sem hann kveður árið 1228 í áheyrn Snorra
Sturlusonar: „Ójafnaður gefst jafnan illa“.