Húnavaka - 01.05.1984, Page 19
H l' N A V A K A
7
30. *Gjaldi hver sjálfur ofstopa síns, ef hann hefir hann eigi í hófi. Grettir
orðar þetta öðruvísi: „Gjaldi þeir sjálfir ofstopa síns, ef þeir hafa hann
eigi í hófi“. (99).
31. Gjörn var hönd á venju. (246). Skyld dæmi: „Fús er hönd á venju“.
Njála (útg. Konr. Gísl„ 77. kap.). „Hönd verður trauð af venju“.
Harmsól (42). „Bregður hönd á venju“. Háttatal Snorra Sturlusonar
(26).
32. Gott er það jafnan að gefa betri raun en margir œtla. (279).
33. Gætiðykkar vel fyrir gerningum. (223-4).
Sbr. nr. 22.
34. *Haf eigi metnað við fátœkan mann. „Mun þér til alls betur takast,
að þú hafir eigi metnað við fátækan mann“. (282).
35. Hefir eik það, er af annarri skefur. (78). „Það hefir eik, er af annarri
skefur“. Hárbarðsljóð (22. v.). „Eik hefir það, er af öðrum skefur“.
Málsháttakvæði (26. v.). Um þetta spakmæli hefur norska fræðikonan
Anne Holtsmark ritað í Proverbium (1969), 12. bindi.
36. Hefir það mörgum að bana orðið, að hann hefir auðtryggur verið. (178).
Hér virðist mega kenna bergmáls frá Hugsvinnsmálum (11. v.): „Eigi
þú auðtryggur vert“.
37. Hin prúðu fljóð eru flest fullmálug. (41; í vísu).
38. Hinir lœgri verða að lúta. (284). Svipað spakmæli er að finna í
Vopnfirðinga sögu, Arons sögu, Hákonar sögu gamla, og Flateyjarbók
IV (1945: 129).
39. Hlýtur jafnan illt af athugaleysinu. (134). Hér má bera saman við
Hugsvinnsmál (7. v.): „Athuga öflgan skaltu við allt hafa“.
40. Hvað má vita, hversu verður um það er lýkur? (138).
41. Illt er að eggja óbilgjarnan. (38). „Illt er að eggja ofstopamanninn“.
Orms þáttur Stórólfssonar. „Illt kveða argan að eggja“. Krákumál (22.
v.). „Dælt var að eggja óbilgjarnan“. Sigurðarkviða skamma (21). Sbr.
„En þar var þó eigi gott að erta illt skaplyndi því að hann var illa
beiddur“. Mírmanns. s. (34).
42. Illt er að eiga þræl að einkavin. (259). Þessi málsháttur er einnig í
Njálu (128), Þórðar s. hreðu (9. kap.) og Konungsskuggsjá (1945: 144).
43. *Illt er að veita ódrengjum lið. „ . . . segir illt ódrengjum lið veita“.
(131). Sbr. „Er illt ódreng að elska“. Mágus s. (1916: 118). „Illt er
heimskum lið veita“. (Mh). Hins vegar segir í Hugsvinnsmálum:
„Gott er dyggum að duga“. (113. v.).
44. Illt mun af illum hljóta. (117). Sbr. „ . . . að jafnan hlyti illt af