Húnavaka - 01.05.1984, Síða 20
18
HUNAVAKA
vondum förumönnum“. (283). „Oft hlýtur illt af illum“. Hænsa-Þóris
saga (1937: 23). „Oft hlýzt illt af illum“. Fljótsdæla (1950: 261). Hins
vegar segir hið gagnstæða í Biskupasögum II (1948:448): ,Jafnan
hlýtur gott af góðum“.
45. Illt er einum að vera. „Illt þætti mér einum að vera, ef annars væri
kostur“. (179). Sbr. Hávamál (123): „Allt er betra / en sé einum að
vera“. Þegar myrkfælni og einvera steðja sem harðast að Gretti, segir
hann: „Eigi mun ég það lengur til lífs mér vinna að vera einn saman“.
(222).
46. Jafnan er hálfsögð saga, ef einn segir. (146). „Hálfsögð er saga hver,
er aðrir segja“. Guðmundar saga (1858: 582). „Er og ósagt frá, ef einn
segir“. Flóres saga og Blankiflúr (1896: 71).
47. *Jafnan heyrir eigi eftirþví sem er. „ . . . sögðu, að jafnan heyrði eigi
eftir því sem var“. (278).
48. Jafnan verður bogaslöngvi (manni) tunga of löng til orða. (126: vísa).
Víða kemur fyrir sú hugmynd, að löng tunga sé hættuleg, og er þá
vitaskuld verið að tala í óeiginlegri merkingu: „Tunga er mikilsti löng
í þér“. Viktors s. og Blávus. „að honum vefjist ekki tunga um höfuð“.
Njála (102. kap.). „Þér mun tunga um höfuð vefjast í helzta lagi“.
Þorst.s. Síðu-H. (4. kap.). „Er það líkara, að þér vefjist tunga um
höfuð“. Fljótsdæla (11. kap.). „ . . . að yður vefjist löng og margföld
tunga um höfuð“. Hróa þáttur heimska (1945: 157). „Tunga er höfuðs
bani“. Hávamál 29. Orðtakið „tröll toga tungu úr höfði e-m“ er í
Þorsteins þ. stangarhöggs, Reykdælu og Karlamagnús sögu.
49. Langvinirnir rjúfast sízt. (259).
50. Lengi skal manninn reyna. (72). Sjá einnig Fornmannasögur VIII
(158). „Seint má reyna mennina, hvílíkir eru“. Fornm.s. VII (158).
51. *Lítið leggst fyrir illan mann. „Kvað lítið mundu fyrir illmennið
leggjast“. (183). „Lítið lagðist nú fyrir þig, þvilíkur garpur sem þú ert,
er vesalmenni skyldu taka þig, og fer svo jafnan óeirðarmönnum“.
(170). Öðru máli gegnir um Hjörleif í Landnámu (1968: 44): „Lítið
lagðist hér fyrir góðan dreng, er þrælar skyldu að bana verða“.
52. Lítið skyldi í eiði ósœrt. (284).
53. Má eigi fyrir öllu sjá. (105). „Eigi má fyrir öllu sjá“. Þorgils s.
skarða (1945: 196). „Eigi mun nú verða fyrir öllu séð“. Flateyjarbók II
(1945: 286).
54. Má enginn renna undan því, sem honum erskaþað. (223). Sbr. „Eigi má
sköpunum renna“. Harðar saga (36. kap.) og ýmis önnur dæmi.