Húnavaka - 01.05.1984, Page 21
HUNAVAKA
19
55. Margt er fyrir óráðum. (274).
56. Margt er líkt með þeim, er góðirþykjast. (140).
57. Margt er smátt, það er ber við á síðkveldum. (59).
58. Margt hremmir til snemma. (9: í vísu).
59. Margur er dulinn að sér. (222). „Margir ganga duldir hins sanna“.
Þorgils saga og Hafliða (1946: 27). „Mikil dul má liggja í hverjum
þorpara“. Hectors saga (1962: 102).
60. Margur fer í geitarhús að leita ullar. (246). Einnig í Fornmanna-
sögum V (314). Máltæki þetta er runnið af latneskum rótum.
61. *Margur lýtur að litlu. „Oft lýt ég að litlu“. (191).
62. Margur seilist um hurð til lokunnar. (97).
63. Misscel er þjóðin. (283).
64. Móðir er barni bezt. (50; vísa).
65. Munur er að mannsliði. (55). „Er jafnan munur undir manns liði“.
Guðmundar saga (1858: 526).
66. Mörgum er meir lagið málskálþ en hyggjandi. (12-13; vísa). Þetta er
þegið úr latneska spekikvæðinu Disticha Catonis, og eru raunar til
tvær eldri gerðir á íslenzku en þessi: „Málskálp mikið / er mörgum
gefið; / fár er að hyggju horskur“. Hugsvinnsmál (26). „Málróf er
mörgum gefið en spekin fám“. Staffræðin forna (frá því um miðja 12.
öld). Enginn vafi getur leikið á því, að Grettla hefur stuðzt við Hugs-
vinnsmál, enda gætir áhrifa kvæðisins á Grettlu víðar en hér. I þessu
sambandi má minna á orð Hjalta á Hofi: „Vil ég eigi, að menn hafi
það til eftirdæma, að vér sjálfir höfum gengið á grið þau, sem vér
höfum sett og seld“. (235). En þau eru bergmál af varnaðarorðum
Hugsvinnsmála (14. v.): „Bregð þú ei af lögum þeim, er sjálfur settir
þú“. Sbr. einnig nr. 36, 76 og 78.
67. Ofleyfingjarnir bregðast mér mest. (144). Það er engan veginn
sjaldgæft, að þeir reynist verst, sem hrósað er mest.
68. Oft er í holti heyrandi nœr. (189). Sami málsháttur er í Jarlmanns
sögu og Hermanns (1963: 46), og þó er heyrandi þar í fleirtölu (heyr-
endur). Orðið holt merkir hér „skóg“. Til samanburðar má minna á
latneskan málshátt, sem telur völlinn hafa augu og skóginn skörp eyru.
(Campus habet lumen et habet nemus auris acumen).
69. Orða sinna á hver ráð. (64).
70. Römm eru ráð hin grimmu. (254; í vísu). Setning þessi virðist vera
þegin úr vísu eftir tíundu aldar skáldið Eyvind skáldaspilli: „Ráð
rammrar þjóðar eru rík“.