Húnavaka - 01.05.1984, Page 22
20
HUNAVAKA
71. Sá er eldurinn heitastur, er á sjálfum liggur. (192). Grettla kann að
hafa þegið málsháttinn úr fornri hómilíu: „Sá þykir eldurinn heitast-
ur, er á sjálfum liggur“. Islenzka Hómilíubókin (1872: 97). Annars er
hér um alkunnan latneskan málshátt að ræða, sem er snarað svo í
norrænu þýðingunni á gamankvæðinu Pamphilusi: „Eldur þyngir
meir þeim, er á liggur, en hinum er fjarri er“.
72. Sá hafi brek, er beiðist. (73). Sami málsháttur kemur einnig fyrir í
Flóres sögu konungs og sona hans (1954: 116) og víðar. Hér má minna
á Þiðreks sögu (1954: 139): „Skal nú hafa barn það er brekar“. Orðið
brek merkir „þrábeiðni, möglun“; börn klifa oft á því sem þeim er ekki
hollt. Skyldur orðskviður er í Sólarljóðum (29): „Sá hefir krás, er
krefur“.
73. *Sá verður oft drýgri er verr vill. „Sá varð nú drjúgari, er verr vildi“.
(251). Sbr. „Þrýtur-a (þ.e. ekki) þann, er verr hefir ávallt“. Málshkv.
(26). „Oft hinn betri bilar, / þá er hinn verri vegur“. Hávamál (124).
74. Sinnar stundar bíður hvað. (237). Orðaröð er önnur í Njálu (97):
„Hvað bíður sinnar stundar“. Þetta virðist vera þegið úr þriðja kafla
Prédikarans: „Öllu er afmörkuð stund, og sérhver hlutur undir
himninum hefir sinn tíma“.
75. Sitt er hvort, gœfa eða görvileikur. (117). Sömu hugtökum er skipað
saman á einum stað í Þiðreks sögu (123): „Og þess vænti ég, ef þú hefir
hamingju til eftir þínum gervileik, að þú skalt steypa hans drambi“.
Víðar í Grettlu er vikið að gæfu og ógæfu: „Ekki mun hægt að ganga í
móti gæfu þessa manns“, segir Hallmundur um Grím (205), en hins
vegar kemst Ólafur helgi svo að orði um Gretti: „ . . . og mun eigi hægt
að gera við ógæfu þinni“. (134). Þorsteinn drómundur hefur afburði
Grettis og ógæfu í huga, þegar hann segir: „Slyngt yrði þér um margt,
frændi, ef eigi fylgdi slysin með“. (137).
76. *Sjái hver vel við svikum. „Sjáið þið vel við svikum“. (223). Sbr.
Hugsvinnsmál (89): „Ráð er að sjá við svikum“.
77. *Skjótt kann margt skipast. „Skjótt þyki mér margt skipast
kunnu“. (231). „Mörgu skiptir skjótt um“. Stjórn (541).
78. Skyldir þú œtla þér það, er þú gœtir orkað. (221). Hugmyndin gæti
verið þegin úr Hugsvinnsmálum (98); „Upp að hefja / samir þér eigi
vel / meiri iðn en þú megir“. Vitaskuld kemur það oftar fyrir, að
mönnum sé ráðlegt að reyna ekki meira en þeir geta: „Er það illa, ef
vitrir menn taka það ofurefli í fang sér, er þeir eru ekki til færir“.
Partalópa saga (1954: 96). „Mikið mein er það . . . er þeir menn sem