Húnavaka - 01.05.1984, Qupperneq 24
22
HUNAVAKA
hættir lúta að feigð, svo sem „Fer hver, er feigðin kallar“, Hervarar s.
(5. kap.).
90. Verður það er varir og svo hitt, er eigi varir. (41). „Margan það sækir,
er minnst varir“. Sólarljóð (8). „Margan það hendir, er minnst varir“.
Orkn. s. (36. kap.). Verður mjög mörgu sinni / það er minnst varir
sjálfan“. Ragn. loðbr. (15. kap.). „Nú verður sumt það er mangi
varir“. Málshkv. (25).
91. Vinur er sá annars, er ills varnar. (38). Þetta minnir á Bersöglis-
vísur Sighvats (16): „Vinur er sá, er vörnuð býður“. Sbr. einnig
Hugsvinnsmál (25).
92. Ýmsir eiga högg í annars garði. Njála (102). 1 Grettlu kveðst
Öxnamegin vilja, „að ýmsir ætti högg í annars garði“. (138).
93. Ýmsir verða brögðum fegnir. Svarfdæla (19. kap.). Þetta minnir á
Adonias sögu (1963: 144): „ . . . hér muni ýmsir brögðum fegnir“, og
Grettlu (153): „En það er til mín kemur, þá munu þar ýmsir sínum
hlut fegnir, er vér eigumst við“. Skylt orðtak er í Eyrbyggju: „Vant er
að sjá, hverjir verða höggum fegnir“. (58. kap.).
94. Þá er öðrum vá fyrir dyrum, er öðrum er inn um komið. (117). Guðni
Jónsson ber þetta saman við málsháttinn „Þegar náungans veggur
brennur, er þínum hætt“, sem er þýðing á setningu eftir rómverska
skáldið Hóraz: „Tunc tua res agitur, paries cum proximus ardet“. Þó
skal þess getið, að þeirri setningu var snarað á aðra lund í Árna sögu
biskups (1852: 744): Nálœgur veggur hitnar, þá er hinn nœsti brennur.
95. Þá veit það, er reynt er. (136). „Eigi má það vita, fyrr en reynt er“.
Knýtlingas. (1983: 143). „Fátt veit fyrr en reynt er“. Fornmannasögur
VI (155).
96. Það er mér sýnt / að sínu má / engi maður / afli treysta. (203). „Sinni
má enginn / íþrótt treysta“. Orms. þ. (7. kap.).
97. Það er undarlega gert, að tala sneyðilega til saklausra manna. (126).
„Það er óviturlegt bragð og mjög dárlegt að gefa þeim snauð orð, sem
ekki vinnur til“. Rémundar saga (1954: 294).
98. *Það má telja, sem til er. í Grettlu segir Spes, „að það mætti telja,
sem til væri“. (284).
99. *Það verður tamast, sem í œsku er numið. Um fjölkynngi Þuríðar
Öngulsfóstru segir: „Það varð tamast, sem í æskunni hafði numið“.
(246). ,,Þá festist fyrir mönnum það helzt í minni um trúna, sem í
bernsku höfðu numið“. Ólafs s. helga (1877: 159). Um Sæmund fróða
segir í Jóns sögu helga (228), að hann var með ágætum meistara og