Húnavaka - 01.05.1984, Page 33
HUNAVAKA
31
var upp í. Sögðu gamlir sjómenn sem róið höfðu úr Eyjarnesi að 220
áratog væru frá Eyjaroddanum til lands.
Þegar þeir að lokum náðu landi tók Sigurður á sprett og hljóp sem
mest hann mátti upp að Syðri-Ey. Vildi hann komast í síma til að láta
vita að þeir væru komnir í land, svo og vantaði þá menn til að setja
bátinn. Þótt lygnt væri í fjörunni undir klettunum var báturinn of
þungur fyrir þá svo fáa enda flestir orðnir þrekaðir. Fóru þeir Birgir og
Skafti að bera grjót í fjörunni sér til hita, enda bleytuhríð og kuldi en
þeir rennblautir eftir volkið. Innan skamms komu tveir vörubílar með
fjölda manna. Brýndu þeir bátnum upp á malarkambinn. Voru hinir
sjóhröktu hresstir með hoffmannsdropum og síðan haldið heimleiðis
en rokið var svo mikið að þeir urðu að liggja á bílpöllunum.
Til vélbátsins Vilhjálms spurðist ekki síðan og misstu menn þar
miklar eignir því allt var óvátryggt. Mörgum árum seinna kom hæll af
trillubát upp í snurvoð á svipuðum slóðum og Vilhjálmur var yfir-
gefinn. Þekktu kunnugir þar skrúfuna af bátnum. Var annað skrúfu-
blaðið bogið. Þóttust menn vita að þar hefði hann sokkið.
Segja má að björgun mannanna við þessar aðstæður hafi verið með
ólíkindum, bátarnir litlir en aftaka veður og björgunartæki engin utan
bjarghringur upp á stýrishúsi.
Eru þeir enn á lífi — Steingrímur Jónsson, Guðberg Stefánsson,
Skafti Jónasson og Birgir Árnason og eru heimildarmenn að sögu
þessari en Bogi Björnsson, Hinrik Haraldsson og Sigurður Júlíusson
eru látnir.
SEM HORNSfLI AÐ SKÖPUN
Tveir bræður bjuggu í fyrndinni að Kagaðarhóli á Ásum í Húnavatnssýslu. Annar
var auðugur og bjó heima, en hinn snauður og bjó i hjáleigu niður á túnhala. Þar sér
enn tóttarbrot. Tjörn er niður frá bænum, og var í henni veiði mikil. Snauða bróð-
urnum gekk veiðin allilla, en hinum auðga ákaflega vel. Hinum gramdist það svo
mjög, að hann óskaði þess, að allur silungur í tjörninni yrði að ormum, en það tók
hann fram, að þeir skyldu ekki gera neinum mein. Sagt er, að fátæki bróðirinn hafi
hitt óskastundina, og síðan sé fjöldi af ormum i tjörninni „sem hornsíli að sköpun“.
Þjóðsögur Ólafs Davíðssonar.