Húnavaka - 01.05.1984, Blaðsíða 36
34
HUNAVAKA
Brú hafði verið byggð yfir ána skömmu fyrir aldamótin, og var mikil
samgöngubót að, því Blanda er vatnsfall mikið og óaðgengilegt víðast
hvar.
Skal nú vikið að einstökum verslunum á Blönduósi. Er þá kaupfé-
lagið fyrst á dagskrá. Verslunarhúsin voru tvö. í öðru var aðal-
verslunin, svo og skrifstofurnar. Hitt var pakkhúsið, skammt frá.
Verslunarhúsið var snotur bygging. Gengið var inn í það sjávarmegin.
Rúmgóð búð var þarna og snyrtileg. Voru jafnan tvær-þrjár mann-
eskjur við afgreiðslu. Kvenmaður oftast við afgreiðslu vefnaðarvöru.
Þungavara var afgreidd úti í pakkhúsi. Man ég þar eftir Hannesi
Sveinbjörnssyni, gömlum manni, við afgreiðslu. Elskulegum öldungi.
Hann var þarna lengi starfsmaður. Sonur hans var Sveinbjörn
trésmiður, er síðast bjó á Selfossi. Hann var vel hagmæltur. Sonur
Sveinbjarnar er svo Hannes, yfirkennari á Húnavöllum. Af af-
greiðslufólki í sjálfri krambúðinni man ég best eftir Tómasi Ragnari
Jónssyni, dóttur hans, Kristínu Bergmann, Jóhanni Baldurs og systur
hans, sem gekk undir gælunafninu Dódó. Kaupfélagsstjórinn, sem ég
man fyrst eftir þarna var Pétur Theódórs. Nokkuð fannst mér hann
stoltur í framkomu. Pétur var kaupfélagsstjóri um aldarfjórðung, en
hvarf frá því starfi árið 1943. Hann var ókvæntur. Við starfi Péturs tók
þá um stundarsakir Hafsteinn Pétursson á Gunnsteinsstöðum, en
raunverulegur eftirmaður Péturs Theódórs varð eins og við mátti
búast nánasti samstarfsmaður hans á skrifstofunni um langt árabil,
Jón S. Baldurs. Hann var svo framkvæmdastjóri til 1958, er Ólafur
Sverrisson tók við. Jón Baldurs var virðulegur maður í framgöngu og
vel til fara jafnan. Hann var dæmigerður skrifstofumaður, líkt og
fyrirrennari hans. Fyrir kom, að ég, unglingurinn, var sendur ein-
hverra erinda inn á skrifstofur kaupfélagsins. Fannst mér það virðu-
legt hlutskipti og var ég ekki laus við nokkurn beyg við að ganga fyrir
jafn háttsetta menn. Sátu þeir þá yfir stórum höfuðbókum. Aldrei
hafði ég séð jafn stórar bækur. Á skrifstofu Kaupfélags Húnvetninga
vann um árabil einn af sonunum frá Sauðanesi á Ásum, Þórður að
nafni. Hafði hann orðið fyrir slysi í æsku, er hann ásamt öðrum bar eld
óvart að tunnu, sem bensín leyndist í, og sprakk hún. Ræddi ég oft við
Þórð mér til ánægju. Hann er greindur, eins og þau systkin öll.
í tengslum við kaupfélagið var sláturhúsið, sem var aðskilið frá því
rekstrarlega, en þó gegndi sami maðurinn framkvæmdastjórn beggja
og gerir enn. Til Blönduóss rak faðir minn lengi sláturfé sitt. Var það