Húnavaka - 01.05.1984, Page 37
HUNAVAKA
35
rekið niður Skarðsskarð og þaðan út á Ós. Blóðið flutti hann heim í
gærubelgjum, eins og þá var titt. Ekki var önnur verslun fyrir utan á
en kaupfélagið. Þar var oft margt um manninn, einkum í sláturtíðinni
og þegar farið var með ullina í kaupstaðinn. Var öll ull þá þvegin
heima. Þarf ekki að lýsa þeim vinnubrögðum fyrir þeim sem komnir
eru yfir miðjan aldur. Hinir sem yngri eru að árum vita ekkert urn
þessi vinnubrögð. Þau voru á þann veg, að óhrein ullin var sett í stóran
pott, er kynt var undir. í pottinn var hellt stækri keitu, sem safnað
hafði verið saman lengi. Keitan leysti upp óhreinindin úr ullinni.
Ullarþvotturinn fór ætíð fram í nánd við rennandi vatn. Þar var ullin
skoluð, en síðan breidd á grjót og klappir. Man ég, að ullin varð mjög
hvít með þessu verklagi.
Fyrir innan ána var aðalverslunin hjá Thorsteinsson, eins og sagt
var. Maðurinn hét fullu nafni Einar og var sonur Davíðs Scheving
Thorsteinssonar héraðslæknis á Brjánslæk, Stykkishólmi og síðast á
ísafirði. Móðir Einars Thorsteinssonar var Þórunn Stefánsdóttir prests
í Vatnsfirði Stephensens. Einar rak myndarlega verslun á Blönduósi,
einnig sláturhús. Verslunarhúsið var mjög rúmgott. Einar var stund-
um við afgreiðslu, myndarlegur maður á velli og laglegur í andliti.
Sópaði að Einari hvar sem hann fór. Ekki mun hann hafa orðið ríkur
maður á versluninni. Og síðast seldi hann allt og fluttist af staðnum.
Einu skoplegu atviki man ég eftir, er gerðist í sölubúð Thorsteinssons.
Hann var aldrei nefndur annað svo að ég muni. I versluninni voru
tvær konur að gera innkaup. Báðar við aldur. Önnur þeirra tók í nefið
og geymdi tóbaksglasið sitt í svuntuvasanum. Allt í einu heyri ég
brothljóð. Tóbaksglasið hafði runnið úr vasa gömlu konunnar og
niður á gólfið og farið i þúsund mola. Hin konan tók að fárast yfir
missi lagskonu sinnar. Glasið var vist undan kökudropum, en algengt
var að slík glös væru notuð undir neftóbak af fátæku fólki. En eigandi
glassins lét missi sinn ekki á sig fá og mælti að bragði: „Það hefur þá
farið fé betra.“
Verslun Einars Thorsteinssonar hafði oft vörur, sem kaupfélagið
hafði ekki. Var það einkanlega glingur alls konar. Sumir versluðu við
Thorsteinsson fremur en við kaupfélagið. Einkanlega þeir, sem voru á
móti samvinnuhugsjóninni og töldu einkaframtakið sigurstranglegra
við verslun.
Um skeið versláði á Blönduósi Konráð Diomedesson frá
Hvammstanga. Var verslun hans i húsi því við aðalgötuna á Blöndu-