Húnavaka - 01.05.1984, Side 39
H U N A V A K A
37
Kristinn Magnússon, venjulega kallaður Kiddi Magg, verslaði á mið-
svæði þorpsins. Var allmikil ferðamannaverslun jafnan hjá honum.
Létt var jafnan yfir Kristni. Hann var bróðir Magnúsar ritstjóra
Magnússonar, Manga Storms. Ég verslaði lítið við Kristinn.
Það sem ég segi um verslanir á Blönduósi á við tíð, sem ég man frá
æskuárum, eða árabilið 1932-1945. Síðan þetta var hefur mikið breyst
í verslunarháttum þarna á staðnum. Kaupfélagið er stöðugt aðal-
verslunin. Kaupmenn þeir, sem ég man eftir á Blönduósi, eru allir
gengnir fyrir ætternisstapa og verslanir þeirra ekki lengur til. En
maður kemur manns í stað. En mér hefur fundist ómaksins vert að
rifja upp þessa sögu, þótt ófullkomin sé frá minni hendi.
*
AÐDRAGANDI HJÓNABANDS
. . . vildi og gat veitt spjallaðri konu aftur sæmd sína, ef hún var manni gefin eða
föstnuð að lögum. Og ekki stendur spjallaðri konu umsvifalaust opinn erfðaréttur eftir
föður eða ættingja, nema hún hafi að fullu verið endurreist og tekin í sátt. Auk þess eru
brotlegar persónur skyldar til að gera upp sakir sínar við borgaraleg yfirvöld, áður en
þeim er fyrir augliti kirkjunnar opinberlega veitt aflausn með tilskilinni viðhöfn. Með
þessari viðhöfn og strangleik laganna er vel hugsað fyrir skírlifi beggja kynja, svo að
æskublóminn haldist ómengaður og óskertur, þar til í báðum kviknar eldur hinnar
hreinu ástar og þau geta haft lögmæt samskipti, eftir tíðkaða viðhafnarsiði, við
háttbundinn framgang hjónabandsins. Enda er það svo að strax og grandvarir feður
verða þess varir, að synirnir hafa hug á að festa ráð sitt, taka þeir að vinna að því af
ýtrustu samvizkusemi og kostgæfni að sjá þeim timanlega fyrir sæmandi og heið-
virðum ráðahag, og loks, eftir nákvæma yfirvegun, fara þeir þess bréflega á leit við þá,
er hafa forráð stúlkunnar, að þeir verði við vonum og einlægri löngun hins unga
manns. Og þó forráðamaðurinn viti næsta lítið um æviferil og skapgerð sjálfs biðilsins,
er hann samt alls ekki ófús að verða við óskinni, svo fremi að biðillinn eigi svo mikið
undir sér, að eigur hans jafnist á við tvöföld efni meyjarinnar. En að öðrum kosti eru
foreldrar stúlkunnar allerfiðir viðfangs og telja þann eigi samboðinn meynni — eins
og þeir orða það — sem er i rýrara lagi efnum búinn, en samkvæmt almennri venju
eyjarskeggja er tíðum viðhaft slíkt eignamat milli festarmanns og festarmeyjar. En
hvenær sem foreldrar hafa i raun samsinnt ráðahaginn og heitið vilyrði sinu og
dótturinnar, eru gerðar sæmandi og lögmætar festar á sínum tima, og svo tekur
hjónavígslan við þar á eftir með öllum þeim kirkjulegu helgisiðum, sem fyrirmældir
eru í konunglegri tilskipun.
Islandslýsing Odds Einarssonar.