Húnavaka - 01.05.1984, Page 45
H Ú N A V A K A
43
eru þjóðsögur þar um, en ekki gerði hann mein, mönnum né málleys-
ingjum.
Hann var talinn búhöldur góður, smiður og læknir, vel gefinn,
raddmaður mikill, hagmæltur. (Isl. æviskrár III. bindi.)
Kona séra Jóns var Ingibjörg Oddsdóttir frá Miklabæ, þess er hvarf.
Ingibjörg bjó í Litladal eftir lát manns sins, varð að víkja strax um
vorið frá Auðkúlu, en Litlidalur var í eigu Auðkúlustaðar og ábúð
þannig háttað að ábúandi var skyldur að standa upp ef prestsekkja eða
uppgjafaprestur þurfti á að halda.
I Litladal bjó maddama Ingibjörg, ekkja í 24 ár, og kom upp sex
börnum þeirra hjóna sem náðu fullorðinsaldri. Tveir sona hennar
urðu prestar, séra Gísli í Kálfhaga og séra Daniel í Ögurþingum.
Eftir séra Jón munu þessar vísur:
Hlaupa læt eg heim til þín
hestinn gjarðalúinn.
Kemur í augsýn Kúla mín
kostum flestum búin.
Þú ert búin þokkakeim
þarf ei við þér fúla.
Fallegt er að horfa heim
héðan að þér Kúla.
Helga Jónsdóttir var elst barna sr. Jóns Jónssonar á Auðkúlu, og
konu hans maddömu Ingibjargar Oddsdóttur. Helga erfði hagmælsku
föður síns og eru kunnastar eftir hana bændavísur um búendur i
Svínavatnshreppi 1830, en þær hafa birst í Húnavöku með skýringum
Bjarna Jónassonar frá Blöndudalshólum.
Það er gömul saga og ný að fólki finnst það sjálft búa við lakari kjör
en aðrir, og án efa hefir Helga mátt taka til hendi og hjálpa móður
sinni og yngri systkinum sem svo fljótt misstu föður sinn. Hún kvað:
Moka flór og mala rúg
má ég kunna að gera.
Ríða jór og reka kú
hjá rollum slóra, búið er nú.