Húnavaka - 01.05.1984, Page 47
HUNAVAKA
45
Ullur víra orkusnar
elgs þó hlýri bagi,
Ólafur stýrir mastramar
með órýru lagi.
Hjalti kvað:
Upp þó kvíslist öldurið
eins og hrísluviður.
Unnar sýslar elginn við
Ólafur Gíslaniður.
Jón var einn systkinanna. Hann flutti suður og er kallaður garð-
yrkjumaður, en auknefndur var hann bókabéus. Hann orti þegar
Darwinskenningin barst hingað til lands:
Nú er ekki á verra von,
villan um sig grefur.
Kristur apakattarson
kannski verið hefur.
NÝSTÁRLEGT ELDGOS
Þá sást nýstárlegt eldgos í fjalli, sem nefnist Sólheimajökull, kringum árið 1580.
Steig eigi aðeins upp úr því reykur, heldur sást einnig neistaflug, sem náði allt út á
sundið milli Vestmannaeyja og lands. Að visu gerði dagsljósið og sólskinið sjálft
neistaflugið ógreinilegt, þegar það varð, en við sólsetur mátti greinilega sjá eldgosið,
sem var svo feiknalegt, að stór björg þeyttust á haf út. Og þótt furðulegt sé, heyrðust
dunurnar og dynkirnir eins og drunur frá öflugustu fallbyssuskotum i fjarlægustu
landshlutum, þ.e. á norðanverðu og vestanverðu landinu, en þeir, sem bjuggu í nánd
við fjallið, urðu þeirra alls ekki varir.
Sérstaka furðu mina vekur þá það, að hjarnsköflum þessara fjalla var rutt burtu
með slikum hraða, að þeir bráðnuðu ekki, heldur þeyttust niður á nærliggjandi jarðir
ásamt hvers kyns aur og sora, enda þótt þeir hefðu blandazt þessum glóandi efnum
neðan úr undirdjúpunum.
fslandslýsing Odds Einarssonar.