Húnavaka - 01.05.1984, Síða 50
48
HUNAVAKA
sjónum rann hún í stokk, þar voru tré lögð yfir, sem fólk fetaði sig eftir
yfir ána. Nú voru plankarnir blautirog hálir. ÞegarDoddi (en svo var
Halldór kallaður) var kominn hálfa leið yfir, rann hann til í hálkunni
og steyptist á höfuðið í ána, sem hreif hann og pokann með sér á
fleygiferð í átt til sjávar er var skammt undan. Ekki var útlitið gott, en
það vildi Dodda til happs, að við sjóinn myndaði áin lón og var þar nú
hringstraumur, sem tók drenginn og pokann og bar þá að suðurbakk-
anum. Þar varð Doddi viðskila við pokann er hann reyndi að krafla sig
upp á bakkann. Sandbakkinn var laus og náði hann ekki handfestu
fyrr en hann rakst á gamlan þöngul fastan í bakkanum og gat þannig
brölt upp á árbakkann. Gubbaði hann þar töluvert og leið illa. Fór
hann nú að svipast um eftir pokanum en hann sást hvergi. Varð hann
nú kvíðinn mjög að koma heim fisklaus, vissi að stjúpa hans yrði reið
yfir missi hans. Það reyndist líka svo, tók hún hann og refsaði ótæpi-
lega með barsmíð og illyrðum. Lá hann eftir hálfvankaður og hugsaði
ráð sitt.
Dettur honum þá í hug Guðrún á Keldulandi, sem hann þekkti að
góðu einu, hafði hún gefið honum föt og hlynnt að honum á ýmsan
hátt. Hvort hann hugsar ráð sitt lengur eða skemur, verður hann að
lokum ákveðinn í að strjúka þangað og lætur ekki dragast fram-
kvæmdina, leggur strax af stað, kveður engan og er ókvíðinn, þó að
hann hefði aldrei að Keldulandi komið og rataði ekki alla leið. Hélt
hann nú af stað sem leið lá gegnum þorpið og síðan út með sjónum.
Hugðist hann fara fyrst í Harrastaðakot (Neðri-Harrastaði), þar var
hann kunnugur og átti vinum að mæta og rataði þangað. Er hann
kom þangað hitti hann Andrés leikbróður sinn og bað hann að fylgja
sér að Keldulandi. Andrés tók því ekki fjarri, en sagðist þó aldrei hafa
komið þar. Léku þeir sér síðan saman lengi dags, en undir kvöld visaði
Andrés honum til vegar að Keldulandi. Hélt Doddi nú sem leið lá út
og upp að Keldulandi, alltaf var sama góðviðrið, blæjalogn og sólin
skinandi í heiði yfir Húnaflóanum í vestri.
Er hann kom heim á hlaðið á Keldulandi sá hann þar stóra kerlingu
vera að þvo geysistóra tunnu. Spurði Doddi hana hvort Gunna sín
væri heima. Kerling gaf lítið út á það, en í sama bili kom Guðrún út á
hlaðið, sá Dodda og sagði:
„Ertu kominn Doddi minn, ósköp eru að sjá þig ræfillinn.“
Sagði Halldór henni sínar farir ekki sléttar og allt eins og var.
„Nú verður þú hér í nótt og þværð þér og hefur fataskipti,“ sagði