Húnavaka - 01.05.1984, Síða 53
HUNAVAKA
51
í stjórn félagsins voru kosnar: Ingibjörg Björnsdóttir formaóur,
Guðrún Teitsdóttir gjaldkeri og Guðrún Jónsdóttir ritari. Samin voru
lög fyrir félagið, og var þar meðal annars kveðið á um að félagskonur
skyldu greiða ákveðið árstillag og að öll stjórnin skyldi kosin árlega.
Var það lengi gert, en þessi stjórn starfaði þó óbreytt til ársins 1935, en
það ár flutti Guðrún Teitsdóttir i burtu.
Næstu árin var nokkuð á reiki með gjaldkera, en árið 1939 var
Hermína Sigvaldadóttir húsfreyja á Kringlu, kosin gjaldkeri og
gegndi hún því starfi i 24 ár óslitið.
Ingibjörg Björnsdóttir var formaður til dánardægurs, en hún lést
10. september 1940. Guðrún Jónsdóttir tók þá við formennsku, enda
varaformaður til þess tíma.
María Jónsdóttir Húnsstöðum, var kosin ritari 1944 og var í því
starfi í 17 ár. Þá gegndi hún starfi formanns í 3 ár, þannig að alls
starfaði hún í stjórn óslitið í 20 ár.
Guðrún Jónsdóttir mun hafa verið í stjórn alls í 24-26 ár, ýmist sem
ritari eða formaður.
Eins og sjá má af ofangreindu, unnu þessar konur lengi saman og
má ekki minna vera en þessa sé að einhverju minnst, og þeim þökkuð
góð störf.
Að vísu hafa flestar konur unnið mikið og gott starf í gegnum árin
og sumar hafa verið í stjórn lengri eða skemmri tíma þó þeirra sé ekki
getið hér.
Eins og að líkum lætur var lítið hægt að hafast að vegna fjárskorts
fyrstu árin, þar sem einungis var um árstillag fárra kvenna að ræða.
Fljótlega bættust þó fleiri konur í hópinn, og engu tækifæri var sleppt
til stuðnings félaginu. Reynt var að afla tekna með ýmsu móti, svo sem
tombólum og skemmtisamkomum á Blönduósi, einnig var þó nokkuð
um að haldnir væru basarar. Til að byrja með var reynt að hafa ýmsa
muni á boðstólnum, en síðar var farið út í kökur og tertur, sem runnu
vel út. Framan af árum voru einnig settar upp tombólur, þegar kosn-
ingar voru á Torfalæk. Voru þær auðvitað í smáum stíl, en allt var
betra en ekkert.
Á stefnuskrá félagsins var fyrst og fremst að stuðla að kynningu
kvennanna og reyna að létta þeim störfin eftir mætti. Þvi var það strax
1928, að Ingibjörg á Torfalæk kom með þá tillögu að reynt yrði að
festa kaup á spunavél konunum til þæginda og léttis. Því mun hafa
verið tekið vel, og var stjórninni falið að reyna að útvega slíkt tæki. Það