Húnavaka - 01.05.1984, Page 54
52
HUNAVAKA
tókst að fá fimmtán þráða spunavél og var hún fyrst notuð 1929. Þar
sem spunavélin var ekki stærri, var hún flutt á milli bæja og hver
spann fyrir sig. Konum fjölgaði í félaginu, svo að nóg var með vélina
að gera, og var því ákveðið að hún yrði ekki meira en hálfan mánuð í
stað. Vefstóll var keyptur 1933 og var hann notaður mikið í nokkur ár.
Hann var einbreiður og gamall en gegndi vel sínu hlutverki, enda
fylgdi honum alltaf sama stúlkan, Jóhanna Þorsteinsdóttir á Orra-
stöðum. Mikið var ofið, úr ull og tvisti, og var það til mikils sparnaðar
og mjög ánægjuríkt að geta saumað úr efnisströngum, þegar með
þurfti.
Félagið hefur í tugi ára haldið barnaskemmtanir um hátíðirnar, á
heimilum sitt á hvað, þar sem húsrými var. En síðan skólinn á Húna-
völlum tók til starfa, hefur fengist húsrými þar fyrir slíkar skemmtanir.
f nokkur ár var komið saman með börnin einu sinni á sumri til leikja
og skemmtunar, sem var mjög vinsælt, og var slíkt lengst af haldið í
svokölluðum Haladal, sem er skammt fyrir ofan Skinnastaði.
Stundum á sumrin hafa konurnar farið í ferðir sér til upplyftingar,
og hefur einnig stöku sinnum verið farið í leikhúsferðir að vetrinum.
Félag þetta, sem önnur slík, hefur starfað að ýmsum málum í góðum
tilgangi t.d. styrkt Héraðshælið á Blönduósi.
Hér hefur einungis verið stiklað á stóru um stofnun og fyrstu skref
Kvenfélagsins Vonar, en sökum aldurs þess þótti við hæfi að minnast
hins mikla framtaks og dugnaðar þeirra kvenna sem áttu hvað mestan
þátt í stofnun og uppbyggingu þessa ágæta félagsskapar. Hafi þær
þakkir fyrir.
Núverandi stjórn skipa: Aðalbjörg Þorgrímsdóttir Holti formaður,
Gréta Björnsdóttir Húnsstöðum gjaldkeri og Ingunn Sigurðardóttir
Húnavöllum ritari.