Húnavaka - 01.05.1984, Page 58
56
H U N A V A K A
Enn er fagurt útsýnið
ár og lækir streyma.
Beint á móti blasir við
Borgin okkar heima.
Grímur Gíslason frá Saurbæ hugsar til öræfanna í þessari vísu:
Fýsir mig í fjallasal
frjáls er þar minn andi.
Meðan vakir vor í dal
verður fátt að grandi.
❖
GUÐLAUS KYNSTOFN
Það er hald almúgans, að til sé einhver guðlaus kynstofn í jörðu inni, sem er eigi
aðeins gerólikur vorum kynstofni að lifnaðarháttum og innræti, heldur líka með
einhverjum hætti skiptur innbyrðis. Þannig er sumt af kyni þessu, nefnilega þeir, sem
að staðaldri hafast við i óbyggðum og uppi á reginfjöllum, í sífelldum fjandskap við
menn og sækjast eftir að nema þá á brott. Þessa vil ég nefna bergrisa, af þvi að þeir
hafa alltaf virzt vera venjulegum mönnum meiri að burðum og hin makalausustu
flykki að stærð, þá er þeir sjást. Almennt kallast þeir tröll, en kvenkyn þeirra hefur sézt
oftast, svo að hin gömlu kerlingartetur vor hafa ekki verið sein á sér að staðhæfa, að
karlleggurinn sé svo til uppurinn og því sé viðkoman ekki mikil o.s.frv.
Aftur eru aðrir vættir, sem búa i hólum í nábýli við menn, vinsamlegri og ekki eins
meinlegir, nema gert sé á hluta þeirra á einn eða annan hátt og þeir espaðir til
ótuktarverka.
fslandslýsing Odds Einarssonar.
SJÓÐHEITIR HVERIR
Auk þess eru á víð og dreif um Island aðrir hverir sjóðheitir, en þó að þeir gusi úr sér
hreinu og fagurtæru vatni, eru þeir samt til alls engra nytja vegna hins gífurlega hita.
Til að sannreyna þetta bar svo við fyrir nokkrum árum á norðurhluta eyjarinnar
nálægt höfn þeirri, er Islendingar nefna Húsavík, að maður nokkur hafði með sér til
gamans að hvereinum nokkrar lappir af nýslátruðum nautum og kastaði í hylinn. Var
suðan og hitaofsinn slíkur, að ber beinin þeyttust á augabragði upp aftur og það
hálfbrunnin, skinn og holdlaus.
Islandslýsing Odds Einarssonar.