Húnavaka - 01.05.1984, Qupperneq 60
58
HUNAVAKA
er á. Þetta var alla tíð, ófrávíkjanleg regla og ásetningur Sigurðar
Erlendssonar, enda var honum treyst fyrir forsjá sinnar sveitar um
langt árabil og fjölmörgum trúnaðarstörfum síns héraðs allt fram á
efri ár.
Það var fimmtudaginn 30. nóvember 1950, sem eftirfarandi at-
burður gerðist og hann tengdist manntalinu daginn eftir. Fimmtu-
dagsmorguninn var kyrrlátur, veðrið milt, en loftið þungbúið, lítið
frost, en lævís og samfelldur sjávarniður austast við Húnaflóann. Það
þóttu heldur lélegir fjármenn á þessum árum, sem ekki nýttu hvern
færan dag til þess að beita fénu og spara þannig hey. Misjafnt var það
eftir jörðum hversu þægilegt var að beita, fór það eftir því hvað langt
var í beitina og hve góð hún var.
Á Beinakeldu og Stóru-Giljá er nokkuð löng fénaðarferð og allt að
sækja í sömu áttina. Var fé því oft rekið snemma dags til beitar, oft um
og yfir tveggja kílómetra leið. Þennan morgun var þetta gert.
Ég, sem þetta skrái, var þá tæplega 19 ára og hirti búið á Beinakeldu
með Eysteini föður mínum.
Bræðurnir á Stóru-Giljá, þeir Sigurður og Jóhannes Erlendssynir,
höfðu yfir 200 ær á beitarhúsum, sem voru suður frá túninu á Beina-
keldu. Oftast höfðu þeir mann, sem hafði það starf að ganga á þessi
hús á vetrum. Á húsin eru um 2 km frá Stóru-Giljá.
Þennan vetur var beitarhúsamaður, Bjarni Sigurðsson, þá 17 ára,
sonur Sigurðar Laxdal og konu hans, Klöru Bjarnadóttur. Sigurður og
Klara voru í húsmennsku hjá bræðrunum um árabil og Klara, eftir lát
Sigurðar, ásamt sonum sínum var þar hjá þeim þangað til þeir hættu
búskap vorið 1972.
Bjarni rak féð til beitar snemma þennan morgun austur fyrir
Grenhól, sem er norðvestur frá Reykjum. Þaðan fór féð til beitar
austur undir Torfavatn. Þar eru víðáttumiklir flóar norður frá
Reykjum og gott beitiland, en nokkuð langt frá húsum ef snögg
veðrabrigði verða.
Það tíðkaðist að beitarhúsamaður færi heim til að borða morgun-
mat eftir að hafa látið féð út, en færi síðan upp eftir aftur að taka til
kvöldgjöf og huga að fénu fyrir myrkur. Þetta gerði Bjarni þennan dag
sem aðra. Þá var þrímælt á Stóru-Giljá.
Þegar líða tók að hádegi fór að kafalda úr logni og jókst kafaldið
stöðugt fram eftir deginum. Um hádegisbilið fór Bjarni frá Giljá til
þess að smala fénu saman, því að þá var komið öskrandi hafáttarbrim.