Húnavaka - 01.05.1984, Page 68
66
HUNAVAKA
honum. Hafði hann kannski eins og ég, hægt og þjáningafullt öðlast
sína reynslu.
Á laugardaginn fór ég eins og hvirfilvindur um húsið, gerði hreint,
pússaði og bónaði.
„Heyrðu mig,“ sagði Róbert. „Er drottningin væntanleg?“
„Má vel vera,“ sagði ég. „Bíddu bara þar til þú sérð hana.“
Svo var kominn sunnudagsmorgunn. Eg flýtti mér með mín venju-
legu verk og var búin klukkan ellefu. Eg stóð enn út við svínahúsið i
gallabuxum, gamalli peysu og gúmmístígvélum með tóma matarfötu
svínanna. Börnin voru hjá afa og ömmu og ekki væntanleg fyrr en
seinna um daginn. Eg hafði góðan tíma til að fara í bað og hafa til
fljótlegan hádegismat handa okkur Róbert. Ég var að strjúka ógreidda
hárlokka frá enninu, er ég heyrði hljóð. Upp heimreiðina kom langur,
dúandi amerískur bill. Bílhurð skelltist, og á móti mér kom Helga,
tískuklædd og glæsileg sem forðum. Svo stóð Eiríkur fyrir framan mig
og árin hurfu.
„Komið þið sæl og afsakið að ég skuli ekki geta rétt ykkur höndina,
en ég var að gefa svínunum.“
Helga hló. „Sjálfri sér lík,“ sagði hún.
„Hvernig veistu það, þú hefur ekki séð mig gefa svínum áður,“ sagði
ég og heyrði þó hvað þetta hljómaði barnalega.
„Ég hef alltaf óskað mér að ég fengi tækifæri til að fóðra svín,“ sagði
Eiríkur.
„Vertu ekki með þessa vitleysu elskan,“ sagði Helga. „Eg vona að
við komum ekki á óhentugum tíma, en þú sagðir fyrir mat Gréta.“
Eg hafði mesta löngun til að æpa á hana að hún hefði sagt eftir mat,
en Eiríkur var svo vandræðalegur að ég stillti mig og sagði í þess stað:
„Allt í lagi, komið inn í eldhús og ég helli upp á kaffisopa.“
Ég hafði búist við að Helga segði eitthvað um eldhúsið mitt, með
indælli viðarinnréttingu, hreint og fágað, og með hekluðum glugga-
tjöldum, en hún skoðaði aðeins stígvélin sín.
Ég lét þau ein, hljóp upp á baðherbergi, þvoði mér og skipti um föt.
Rétt í því er ég kom niður aftur kom Róbert inn og ég kynnti þau.
Helga virti hann vandlega fyrir sér með sínum grænu augum, en
Róbert settist rólegur niður hjá þeim án þess að gera sér rellu út af því
hvort hann hlyti náð fyrir augum hennar.
Hádegisverðurinn var ekkert vandamál, á bóndabæ er venjulega