Húnavaka - 01.05.1984, Page 71
SR. ÁRNI SIGURÐSSON:
Postulamyndir
í Þingeyrakirkju
Þann 12. júní var þess minnst við guðþjónustu í Þingeyrakirkju að
eftirlikingum af Kristi og postulunum var komið fyrir á sinn fyrri
stað i kirkjunni, fremst á kirkjulofti.
Frummyndirnar voru fjarlægðar úr kirkjunni og seldar Jóni Vídalín
konsúl, laust upp úr síðustu aldamótum, en Jón bjó þá erlendis. Árið
1908 gaf hann Þjóðminjasafni Islands myndirnar og eru þær nú
varðveittar þar, í hinu svokallaða Vídalínssafni.
Talið er að þær séu skornar út í Þýskalandi á síðari hluta 16. aldar
og er þeim og staðsetningu þeirra í kirkjunni lýst i fornleifaskýrslu
Hallgrims djákns Jónssonar, dagsettri 22. september árið 1817, á svo-
felldan hátt: „Á bitunum milli kórs og framkirkju á Þingeyrum
stendur bilæti Krists og þeirra 12 postula út frá honum til beggja
hliða, snilldarlega af tré úthöggið, eður tálgað. Hafa þau öll máluð
verið, en farin nú að fölna.“
Hallgrímur varð djákn að Þingeyraklaustri árið 1805 og hélt þvi
starfi til æfiloka. Hann bjó á Sveinsstöðum i Þingi.
Við guðþjónustuna í Þingeyrakirkju rakti sóknarprestur aðdrag-
anda þess, að ráðist var í að gera þessar eftirlíkingar, en segja má að
þær séu lokaáfangi á endurbótum á kirkjunni i tilefni 100 ára afmælis
hennar, sem var 1977. Einn helsti hvatamaður þessa merka framtaks
var Hulda Á. Stefánsdóttir, fyrrum húsfreyja að Þingeyrum og skóla-
stjóri Kvennaskólans á Blönduósi.
Nær allur kostnaður við framkvæmd þessa verks hefur verið
greiddur með gjafafé, sem kirkjunni hefur borist á undanförnum árum
frá sóknarbörnum heima, svo og burtfluttum Húnvetningum, m.a.
mörgum minningargjöfum. Vert er að minnast sérstaklega minning-
argjafar um Elínu Sigurðardóttur frá Litlu-Giljá, sem gefin var af