Húnavaka - 01.05.1984, Page 76
74
HUNAVAKA
þeim sögum, sem þar voru ritaðar eða kynnu að hafa verið ritaðar fyrir
bein áhrif þaðan, en að sjálfsögðu verður sú umfjöllun ekki tæmandi.
Að lokum mun ég reyna að ráða af heimildum áhrif klaustursins í
héraði og utan.
Við samningu ritgerðarinnar hef ég stuðst við ýmsar bækur, tíma-
ritsgreinar og munnlegar heimildir. Við samantekt kaflans um ritun í
Þingeyraklaustri studdist ég einkum við bók Sigurðar Nordal: Um
íslenskar fornsögur og formálana að íslenskum fornritum. Einnig
hafði ég Nýja íslandssögu Björns Þorsteinssonar og fleiri bækur til
hliðsjónar.
Staðarlýsing
Á lágum ási milli „Hóps og Vatns“ nálægt norðurenda Hagans,
þaðan sem sést vítt um hérað, er höfuðbólið Þingeyrar. Á þessum fagra
stað stóð Þingeyraklaustur fyrrum. Nú er þar reisuleg kirkja, hlaðin úr
höggnu grjóti, sem flutt var úr Nesbjörgum á sleðum vestan yfir
Hópið. Ásgeir Einarsson, alþingismaður og bóndi á Þingeyrum frá
1860-1885 lét byggja kirkjuna. Vandaði hann hana eins og hann átti
kost á „til þess að hún sem best gæti samsvarað hinu háleita augna-
miði.“ (Gunnar Hall, íslendingabók ’58, bls. 120). Er kirkjan stór-
brotið hús og veglegur minnisvarði um forna frægð staðarins.
Bærinn stendur snertispöl vestur frá Vatnsdalsá, þar sem hún
kvíslast til Húnavatns. Tún ná ofan að ánni og engjar eru í óshólmum
austan hennar. Beitiland er norður og vestur frá túni.
Milli Húnafjarðar og Hóps liggur landflæmi mikið sem nefnt er
Þingeyrasandur. Er það alsett foksandshólum, vöxnum melgresi. Er
þar allgott beitiland vissa árstíma. í austurhlíðum Víðidalsfjalls hafa
Þingeyrar átt land um langan aldur og haft þar selstöðu.
Helstu hlunnindi voru mikil lax- og silungsveiði í nærliggjandi ám
og vötnum, reki og eggver á Þingeyrasandi og selveiði í Húnaósi og
Bjargaósi. Verður að ætla að kostir jarðarinnar hafi í öndverðu skotið
styrkum stoðum undir rekstur klaustursins. Síðar eignaðist klaustrið
fjölda annarra jarða.
1 Vatnsdæla sögu segir svo um komu Ingimundar ins gamla út til
Islands: „Ingimundr kom báðum skipunum í Húnavatnsós ok gaf þar
öll ornefni, er síðan hafa haldisk. Þar heitir Stígandahróf, er hann var
upp settr.“ (I.F. VIII, bls. 45). Líklegt má telja að farmenn hafi komið