Húnavaka - 01.05.1984, Page 77
HÚNAVAKA
75
skipum sínum í öruggt lægi á Húnavatni á næstu öldum og fetað
þannig í fótspor Ingimundar ins gamla. Ljóst má vera að það hefur
verið höfuðkostur fyrir klaustrið vegna viðskipta og samgangna að
hafa skipalægi við túnfótinn.
I Grágás er kveðið svo á um að vorþingstaðir séu ákveðnir í eitt
skipti fyrir öll. Húnavatnsþing var háð á Þingeyrum við Húnavatn og
mun hafa verið stofnað snemma á þjóðveldisöld. í íslandssögu sinni
segir Jón Jóhannesson að engar minjar séu kunnar um Húnavatns-
þing og er þess eigi getið eftir stofnun klausturs þar. (J.J.: Isl.saga, bls.
94 og 98).
í Húnaþingi segir að enn sjáist merki um þingstaðinn, dómhringur
— lögrétta — sé skammt norðaustur frá bænum og hefði verið talið að
búðaleifar væru þar skammt frá, austan undir lágri brekku. (Húna-
þing II, bls. 120). Má eflaust skýra þögn sögunnar um Húnavatnsþing
að Þingeyrum þannig að söguritarar hafi ekki talið ástæðu til að skrá
það á skinn sem allir vissu og var árviss viðburður eins og þingið. Vitað
er að vorþing lögðust að mestu niður þegar lögbækurnar tóku gildi
1271. (Bj. Þorst. 1966, bls. 98). Ábúendur á Þingeyrum, bændur og
sýslumenn, voru jafnan athafnasamir búmenn og jöfnuðu við jörðu
þau mannvirki, sem ekki voru nýtileg. Þess vegna er ekkert vitað um
húsakost klaustursins og aðeins munnmæli í héraði hvar það hafi
staðið.
Spölkorn í suðaustur frá núverandi kirkju er gamall kirkjugarður og
allmiklir hólar þar nærri. Segja munnmælasögur að þar hafi klaustrið
staðið. Aðrir segja þetta rústir af gömlum einsetumannakofum. E.t.v.
leynast þarna í jörðu verkefni fyrir fornleifafræðinga.
Upphaf að stofnun klausturs
á Þingeyrum
Sagnir og örnefni benda til að hér hafi hafst við írskir einsetumenn
fyrir landnám Ingólfs, og nokkurra einsetumanna er getið hér frá
landnámi fram til kristnitöku árið 1000. Fyrsta einsetukona, sem sögur
fara af eftir kristnitöku, er Hildur nunna. Er Jón biskup ögmundar-
son vildi eigi vígja hana til nunnu, leitaði hún einsetulífs í Kolbeinsdal
og gerði sér þar skýli úr hellugrjóti. Lét þá Jón biskup að bæn hennar,
vígði hana til nunnu og lét gera henni kofa fyrir sunnan kirkjuna á