Húnavaka - 01.05.1984, Qupperneq 78
76
HUNAVAKA
Hólum. (Janus J.: Tímarit h. ísl. bókm.fél. 1887, bls. 176-177). Ein-
hver innri þrá virðist hafa knúð fólk eins og Hildi nunnu til að lifa
kyrrlátu bænalifi, fjarri dagsins önn. Eftir að klaustrin byggðust leit-
uðu menn þar einlifis.
Úr Húnaþingi var fyrsti íslenski kristniboðinn, Þorvaldur víðförli,
fæddur á Giljá en að nokkru fóstraður á Spákonufelli hjá Þórdisi
spákonu. Hjá Koðrán, föður Þorvaldar, höfðu þeir Friðrik trúboðs-
biskup vetursetu inn fyrsta vetur. „Tók Þorvaldr þegar at boða guðs
erendi frændum sinum ok þeim öllum, er hann kómu at finna, . . . .“
(ísl.sögur 7, bls. 444). Hafa Húnvetningar þvi einna fyrstir orðið
kristinnar fræðslu aðnjótandi og jarðvegur því verið góður fyrir
stofnun klausturs i Húnaþingi.
í Jóns sögu helga eftir Gunnlaug munk Leifsson segir svo:
„Þá er inn helgi Jón hafði skamma stund at stóli setit, þá gerði
mönnum ráð sitt óhægt. Gnúði á hallæri mikit ok veðrátta köld, svá at
jörð var ekki ígróðra at várþingi. Inn helgi Jón byskup fór til várþings
þess, er var at Þingeyrum, ok er hann kom þar, þá heitr hann til árs við
samþykki allra manna, at þar skyldi reisa kirkju ok bæ, ok skyldu allir
þar til leggja, þar til er sá staðr yrði efldr. Eftir heit þetta lagði inn
helgi Jón byskup af sér skikkju sína ok markaði sjálfr grundvöll undir
kirkjuna, en svá snerist skjótt ráð manna áleiðis, at á þeiri sömu viku
váru í brottu ísar þeir allir, er þetta hallæri hafði af staðit at miklum
hluta, svá at hvergi varð vart við, en jörðin skipaðist svá skjótt við til
gróðrar, at á þeiri sömu viku váru sauðgrös nær ærin.“ (Biskupasögur
II 1948, bls. 111).
Menn greinir á um við hvaða ártal skuli miða stofnun klausturs á
Þingeyrum. Um hitt eru menn sammála, að upphafsmaður að stofnun
Þingeyraklausturs hafi verið Jón biskup Ögmundarson á Hólum
(vígður 1106, d. 1121).
Sterkra áhrifa frá Hólaskóla mun hafa gætt í Þingeyraklaustri. Mun
fyrsti ábótinn á Þingeyrum, Vilmundur Þórólfsson, hafa lært í skóla
Jóns biskups á Hólum, einnig þriðji ábótinn, Hreinn Styrmisson' og
hefur arfurinn þaðan óvíða verið betur geymdur en á Þingeyrum. (Jón
Jóhannesson 1956, bls. 227). Lárentsíus Kálfsson, síðar Hólabiskup,
hélt um stund skóla á Þingeyrum, kenndi hann þar m.a. fátækum pilti
1 Janus Jónsson telur Hrein Styrmisson vera fjórfta ábótann á Þingeyrum (sjá J.J.: Timar. h. ísl.
bókm.fél. 1887, bls. 183.