Húnavaka - 01.05.1984, Blaðsíða 79
HUNAVAKA
77
er Ólafur hét Hjaltason „ . . . svo, at hann varð góðr klerkr ok var síðan
skólameistari á Hólum.“ (Bisk. III, bls. 63). í íslendingasögu sinni
telur Jón Jóhannesson fyrsta klaustrið sett á Þingeyrum 1133 á bisk-
upsárum Ketils Þorsteinssonar (sbr. bls. 227).
Prófessor Magnús Már Lárusson telur hins vegar að Jón helgi hafi
stofnað fyrsta klaustrið, sem hélt velli, á Þingeyrum 1112. (Kultur-
historisk Leksikon, 8. bindi, bls. 545). Hann „lagði til stofnunar þess
allar biskupstíundir milli Hrútafjarðarár og Vatnsdalsár. Hins vegar
gengu almennu samskotin dræmt heldur, svo að það dróst til ársins
1133, eða eina tvo áratugi, að vígja Vilmund ábóta,. . . .“ (Magnús
Már Lárusson, Fróðleiksþættir og sögubrot, bls. 46).
Daglegt líf í klaustrinu
Sá, sem vildi verða munkur í klaustri heilags Benedikts að Þing-
eyrum, varð að ganga í gegnum fjóra áfanga uns hann var tekinn í
samfélag klaustursins. Stóð þessi reynslutími nýliðanna í rúmt ár.
Voru þeir síðan teknir í samfélag munkanna við hátíðlega athöfn í
bænasal klaustursins eða kirkju, voru skrýddir munkaklæðnaði og
unnu heit sín munnlega og skriflega fyrir ábótanum. Munkaheitin
voru þrjú og unnin fyrir lífstíð. Hið fyrsta var að dveljast í klaustrinu,
annað hlýðni og þriðja stöðug breytni eftir klaustursiðunum. Auk
þessa fólst í reglu Benedikts ókvæni og algert eignaleysi. Hver ein-
stakur munkur mátti ekkert eiga, jafnvel ekki klæði sín. Ábótanum
voru falin mikil völd. Hann var umboðsmaður Krists í klaustrinu og
einráður um alla stjórn þess. Hann var faðir og fyrirmynd munka
sinna, framfærandi þeirra og kennari. „Að vinna og biðja var megin-
starf munka í Þingeyraklaustri. Sólarhringnum var skipt niður til
guðþjónustugerðar, bæna, lestrar og bókiðju, máltíða, hvíldar og
svefns. I klaustrinu ríkti að jafnaði þögn. Störf og bænaiðja fóru fram í
ró og næði.“ (Guðm. Þorsteinsson, Þingeyrar. Húnavaka 5. árg. ’65,
bls. 10-11; stytt og endursagt með leyfi höfundar).
Ritun í Þingeyraklaustri
Lengst mun Þingeyra og Þingeyraklausturs verða minnst vegna
hinnar bóklegu iðju. Það voru kirkjunnar menn, sem fluttu bók-