Húnavaka - 01.05.1984, Page 80
78
HUNAVAKA
menninguna til íslands. Trúboðsbiskuparnir hafa verið latínulærðir
og kunnað sitthvað fyrir sér í bóklegum greinum.
I málfræðiritgerðinni frá 12. öld segir að menn færi í letur lög,
áttvísi, þýðingar helgar og „ . . . hin spaklegu fræði er Ari Þorgilsson
hefir á bækr sett af skynsamlegu viti.“ I Þingeyraklaustri hafa mörg
hinna fyrstu trúarlegu fræða verið skráð. Helgisögur, predikanir og
hómilíubækur hafa verið samdar þar og þýddar. Var slíkum fræðum
ætlað að skýra kristindóm fyrir alþýðu manna og eru trúlega það
fyrsta, sem lærðir menn skráðu á íslenska tungu. „Auk þess varð
íslenska kirkjan í upphafi þjóðleg, gagnstætt því er gerðist á megin-
landi Evrópu. Hún afneitaði ekki þjóðlegum sögnum, heldur tók að
sér til varðveislu munnmæli þjóðar sinnar“. (Húnavaka, 5. árg., bls.
12).
Ég mun nú að nokkru geta þeirra bóka, sem eru taldar ritaðar í
Þingeyraklaustri eða fyrir bein áhrif þaðan.
Hryggjarstykki Eiríks Oddssonar um Noregskonunga, rituð
1130-1161, er fyrsta íslenska samtíðarsagan. Hníga ýmis rök að því að
Eiríkur Oddsson hafi verið Húnvetningur og þá trúlega þekkt munk-
ana í Þingeyraklaustri. Mun hann hafa dvalist langdvölum í Noregi
og því kynnst söguhetjum sinum og mönnum er voru vitni að at-
burðum bókarinnar. Eiríkur tilgreinir rækilega heimildarmenn sína
og hefur jafnan það „er sannara reynist“.
Hryggjarstykki mun hafa verið Karli Jónssyni ábóta nærtæk fyrir-
mynd er hann ritaði Sverrissögu Sigurðssonar.
Karl Jónsson var ábóti á Þingeyrum 1169-1207 að frátöldum
nokkrum árum er hann dvaldist í Noregi og skrifaði Sverrissögu Sig-
urðssonar. I ábótatíð Karls Jónssonar stóð sagnaritun á Þingeyrum
með miklum blóma. Auk ábótans dvöldust þar þá munkarnir Oddur
Snorrason og Gunnlaugur Leifsson. Sýnir það gleggst áhuga Karls
ábóta á sagnaritun að hann skyldi segja af sér ábótastarfi um stund
(1185) og sigla til Noregs, þar sem hann ritaði upphafið að Sverrissögu
eftir frásögn Sverris sjálfs. Miðhluta sögunnar hefur Karl svo samið
eftir að hann kom út aftur. (Karl ábóti tók aftur við klaustri sínu 1188
eða ’89). Aftur á móti er óvíst hvort Karl ritaði sjálfur niðurlag sög-
unnar, sem segir frá dauða Sverris konungs (d. 1202). Um Sverrissögu
hefur verið sagt að hún sé eitt af stórvirkjum íslenskra bókmennta og
marki höfuðáfanga í þroskaferli hinnar fornu sagnaritunar (sbr.
Húnavaka 5. árg., bls. 12).